Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 11:14 Sema Erla Serdar segir flesta telja að ný útlendingalög séu skref í rétta átt. Vísir/Samsett Boðað er til tveggja funda á Austurvelli í dag klukkan 15, þegar Alþingi kemur aftur saman eftir sumarleyfi. Annars vegar boðar Íslenska Þjóðfylkingin til mótmæla gegn nýju útlendingalögunum. Hins vegar boðar hópur fólks til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum undir myllumerkinu #ekkiímínunafni. Sema Erla Serdar segir samstöðufundinn vera svar við mótmælunum. Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari Íslensku Þjóðfylkingarinnar, segir ný útlendingalög vera arfavitlaus. „Nánast allar greinar frá 33. til 57. eru meira og minna gallaðar. Á sama tíma og aðrar þjóðir í kringum okkur eru að setja lög til þess að herða landamæraeftirlit erum við að opna landið okkar algjörlega,“ segir Sigurlaug Oddný Björnsdóttir í samtali við Vísi. „Það er enginn innan Íslensku Þjóðfylkingarinnar sem er eitthvað á móti útlendingum. Það er enginn á móti útlendingum. Stór hluti fjölskyldunnar minnar er útlendingar. Það er ekkert það sem málið snýst um. Málið er að við viljum ekki láta islamvæða landið okkar og vera jafnvel borin yfirliði af þeim öflum eins og er að gerast víða í Evrópu.“ Aðspurð segir Sigurlaug telja að töluverðar líkur séu á því að Ísland íslamvæðist. „Já það virðast vera töluverðar líkur á því miðað við það sem hefur gerst í öðrum löndum þar sem moskur hafa fengið að rísa, vegna þess að moskur eru ráðhús múslima. Þær eru ekki bænahús nema að litlum hluta. Þegar þeir eru orðnir visst margir í hverju landi, múslimarnir, þá láta þeir sjaría lög bara taka yfir í sínum ráðhúsum burtséð frá því hvaða lög eru í landinu. Þetta hefur verið reyndin og hefur verið að gerast allt í kringum okkkur,“ segir Sigurlaug.Mótmælt verður á Austurvelli í dag.Vísir/VilhelmEkki í lagi að mótmæla gegn fólki Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingairnnar í Kópavogi, er ein þeirra sem stendur fyrir samstöðufundi sem haldinn verður á sama tíma og mótmæli Íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Það er tímabært að halda samstöðufund með flóttafólki og hælisleitendum, jafnt á Íslandi og út um allan heim. Svo er kerfið sem heldur utan um þessi mál bogið og brotið. Að margra mati eru þessi nýju útlendingalög skref í áttina að mannúðlegra og réttlátara kerfi. Og það eru svosem flestir á því,“ segir Sema Erla í samtali við Vísi. „Það er náttúrulega ekki í lagi í íslensku samfélagi að mótmæla gegn fólki, við gerum það ekki. Við getum mótmælt hinu og þessu en ekki fólki, og hvað þá fólki í neyð og minnihlutahópum í samfélaginu. Hugmyndin var semsagt sú að mæta á sama tíma og halda þennan samstöðufund og vera aðeins til hliðar, mæta í smá stund og sýna samstöðu með þessu fólki.“ Sema Erla segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi sitt að mörkum til að takast á við flóttamannavandann sem nú blasi við. „Við horfum náttúrulega upp á fordæmalausa stöðu. Það hafa aldrei verið fleiri á flótta. Ísland og íslensk stjórnvöld eiga náttúrulega að leggja meira að mörkum svo að hægt sé að takast á við þessar áskoranir sem fylgja því. Við eigum að taka vel á móti flóttafólki og hælisleitendum hér eins og annars staðar.“ Tengdar fréttir Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla 14. ágúst 2016 16:35 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Boðað er til tveggja funda á Austurvelli í dag klukkan 15, þegar Alþingi kemur aftur saman eftir sumarleyfi. Annars vegar boðar Íslenska Þjóðfylkingin til mótmæla gegn nýju útlendingalögunum. Hins vegar boðar hópur fólks til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum undir myllumerkinu #ekkiímínunafni. Sema Erla Serdar segir samstöðufundinn vera svar við mótmælunum. Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari Íslensku Þjóðfylkingarinnar, segir ný útlendingalög vera arfavitlaus. „Nánast allar greinar frá 33. til 57. eru meira og minna gallaðar. Á sama tíma og aðrar þjóðir í kringum okkur eru að setja lög til þess að herða landamæraeftirlit erum við að opna landið okkar algjörlega,“ segir Sigurlaug Oddný Björnsdóttir í samtali við Vísi. „Það er enginn innan Íslensku Þjóðfylkingarinnar sem er eitthvað á móti útlendingum. Það er enginn á móti útlendingum. Stór hluti fjölskyldunnar minnar er útlendingar. Það er ekkert það sem málið snýst um. Málið er að við viljum ekki láta islamvæða landið okkar og vera jafnvel borin yfirliði af þeim öflum eins og er að gerast víða í Evrópu.“ Aðspurð segir Sigurlaug telja að töluverðar líkur séu á því að Ísland íslamvæðist. „Já það virðast vera töluverðar líkur á því miðað við það sem hefur gerst í öðrum löndum þar sem moskur hafa fengið að rísa, vegna þess að moskur eru ráðhús múslima. Þær eru ekki bænahús nema að litlum hluta. Þegar þeir eru orðnir visst margir í hverju landi, múslimarnir, þá láta þeir sjaría lög bara taka yfir í sínum ráðhúsum burtséð frá því hvaða lög eru í landinu. Þetta hefur verið reyndin og hefur verið að gerast allt í kringum okkkur,“ segir Sigurlaug.Mótmælt verður á Austurvelli í dag.Vísir/VilhelmEkki í lagi að mótmæla gegn fólki Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingairnnar í Kópavogi, er ein þeirra sem stendur fyrir samstöðufundi sem haldinn verður á sama tíma og mótmæli Íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Það er tímabært að halda samstöðufund með flóttafólki og hælisleitendum, jafnt á Íslandi og út um allan heim. Svo er kerfið sem heldur utan um þessi mál bogið og brotið. Að margra mati eru þessi nýju útlendingalög skref í áttina að mannúðlegra og réttlátara kerfi. Og það eru svosem flestir á því,“ segir Sema Erla í samtali við Vísi. „Það er náttúrulega ekki í lagi í íslensku samfélagi að mótmæla gegn fólki, við gerum það ekki. Við getum mótmælt hinu og þessu en ekki fólki, og hvað þá fólki í neyð og minnihlutahópum í samfélaginu. Hugmyndin var semsagt sú að mæta á sama tíma og halda þennan samstöðufund og vera aðeins til hliðar, mæta í smá stund og sýna samstöðu með þessu fólki.“ Sema Erla segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld leggi sitt að mörkum til að takast á við flóttamannavandann sem nú blasi við. „Við horfum náttúrulega upp á fordæmalausa stöðu. Það hafa aldrei verið fleiri á flótta. Ísland og íslensk stjórnvöld eiga náttúrulega að leggja meira að mörkum svo að hægt sé að takast á við þessar áskoranir sem fylgja því. Við eigum að taka vel á móti flóttafólki og hælisleitendum hér eins og annars staðar.“
Tengdar fréttir Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla 14. ágúst 2016 16:35 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla 14. ágúst 2016 16:35