Breski kylfingurinn Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari eftir stórskemmtilega baráttu gegn Henrik Stensson á lokahring Ólympíuleikanna í Ríó en þetta var í fyrsta sinn í 112 ár sem leikið var í golfi á Ólympíuleikunum.
Rose sem náði forskotinu fyrir lokadaginn var tólf höggum undir pari með eins höggs forskot á Henrik Stenson frá Svíþjóð en Marcus Fraser frá Ástralíu var ekki langt undan á níu höggum undir pari.
Rose lék á fjórum höggum undir pari lokahringinn en kylfingarnir voru jafnir á fimmtán höggum undir pari fyrir lokaholuna í dag. Sá sænski lenti í því að þurfa að þrípútta og sætta sig við skolla.
Á sama tíma fór innáhögg Justin Rose alveg upp að holunni og gerði það að verkum að hann átti aðeins stutt pútt fyrir fugli og fyrir sigrinum.
Setti hann það ofaní og tryggði sér sigurinn með tveggja högga forskoti og varð um leið fyrsti Bretinn sem vinnur gullverðlaun í golfi á Ólympíuleikunum.
Rose hafði betur gegn Stenson og tók gullið í Ríó
Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mest lesið




Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn
