Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 18:30 Eygló Ósk Gústafsdóttir í sundinu í dag. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. Sund Eyglóar Óskar leit vel út og hún var ekki langt frá Íslandsmetinu sínu. Samkeppnin verður hörð um sæti í úrslitunum en þar þarf Eygló að hækka sig um þrjú sæti. „Mér leið vel og ég bjóst ekki við því að ég hefði farið á þessum tíma því mér leið ekki þannig," sagði Eygló og hló að klaufalegu orðalagi blaðamanns að þetta hafi verið afslappað. „Þetta sund er aldrei afslappað. Það er aldrei létt að synda þetta sund sama hvað þú gerir," sagði Eygló. „Mér leið það vel í vatninu að ég bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt. Það er bara gott því ég hefði ekki getað farið mikið hægar," sagði Eygló. „Mér líður vel fyrir kvöldið. Vonandi get ég farið hraðar í kvöld og reyna að halda í við þessar risastóru stelpur þarna," sagði Eygló Ósk en ekkert nema Íslandsmet mun koma henni í undanúrslitin. „Þetta eru rosalega sterk grein og það eru svo margar öflugar stelpur sem eru í þessu. Þetta er mikið sterkara en þetta var í fyrra," sagði Eygló og vísaði þá í 200 metra baksundið á HM í Kazan. „Ég var að fara á svipuðum tíma í morgunhlutanum í fyrra á HM í Kazan en var þá fjórða inn í undanúrsltuum á þá svipuðum en aðeins hraðari tíma. Þetta er alveg fáránlega hratt," sagði Eygló. „Ég sá stelpuna við hliðina á mér og vissi það að hún er það góð að ef ég væri á undan henni þá ætti ég að vera á góðum stað," sagði Eygló. „Ég ákvað að vera ekkert að reyna að sprengja mig síðustu 50 metrana," sagði Eygló en hún missti þá þrjár framúr sér. Sætið í undanúrslitunum var samt aldrei í hættu. „Þetta er líka mikið sterkara en þetta var á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum síðan," sagði Eygló en gott dæmi um það er að bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, var bara með ellefta besta tímann í undanrásunum og því í næsta sæti á undan Eyglóu. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í undanúrslitunum klukkan 22.35 í kvöld eða klukkan 1.35 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. Sund Eyglóar Óskar leit vel út og hún var ekki langt frá Íslandsmetinu sínu. Samkeppnin verður hörð um sæti í úrslitunum en þar þarf Eygló að hækka sig um þrjú sæti. „Mér leið vel og ég bjóst ekki við því að ég hefði farið á þessum tíma því mér leið ekki þannig," sagði Eygló og hló að klaufalegu orðalagi blaðamanns að þetta hafi verið afslappað. „Þetta sund er aldrei afslappað. Það er aldrei létt að synda þetta sund sama hvað þú gerir," sagði Eygló. „Mér leið það vel í vatninu að ég bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt. Það er bara gott því ég hefði ekki getað farið mikið hægar," sagði Eygló. „Mér líður vel fyrir kvöldið. Vonandi get ég farið hraðar í kvöld og reyna að halda í við þessar risastóru stelpur þarna," sagði Eygló Ósk en ekkert nema Íslandsmet mun koma henni í undanúrslitin. „Þetta eru rosalega sterk grein og það eru svo margar öflugar stelpur sem eru í þessu. Þetta er mikið sterkara en þetta var í fyrra," sagði Eygló og vísaði þá í 200 metra baksundið á HM í Kazan. „Ég var að fara á svipuðum tíma í morgunhlutanum í fyrra á HM í Kazan en var þá fjórða inn í undanúrsltuum á þá svipuðum en aðeins hraðari tíma. Þetta er alveg fáránlega hratt," sagði Eygló. „Ég sá stelpuna við hliðina á mér og vissi það að hún er það góð að ef ég væri á undan henni þá ætti ég að vera á góðum stað," sagði Eygló. „Ég ákvað að vera ekkert að reyna að sprengja mig síðustu 50 metrana," sagði Eygló en hún missti þá þrjár framúr sér. Sætið í undanúrslitunum var samt aldrei í hættu. „Þetta er líka mikið sterkara en þetta var á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum síðan," sagði Eygló en gott dæmi um það er að bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, var bara með ellefta besta tímann í undanrásunum og því í næsta sæti á undan Eyglóu. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í undanúrslitunum klukkan 22.35 í kvöld eða klukkan 1.35 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti