Endurtekin mistök þorsteinn víglundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar