Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn.
Athygli vakti að Kaepernick sat á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star-Spangled Banner, var leikinn fyrir æfingaleik San Francisco og Green Bay Packers á föstudagskvöldið.
Með þessu athæfi vildi Kaepernick mótmæla kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum. Og hann ætlar að sitja sem fastast.
„Ég verð áfram sitjandi,“ sagði hinn 28 ára gamli Kaepernick í gær.
„Ég stend áfram með fólki sem er kúgað. Þetta þarf að breytast,“ bætti leikstjórnandinn við en hann ætlar ekki að standa upp fyrr en hann sér jákvæða breytingu á stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum.
Kaepernick, sem hefur leikið með San Francisco síðan hann kom inn í NFL-deildina fyrir fimm árum, hefur verið gagnrýndur fyrir athæfi sitt. Sumir ganga svo langt að segja að með því hafi hann sýnt bandaríska hernum óvirðingu.
San Francisco og NFL-deildin hafa bæði sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál Kaepernick þar sem fram kemur að það sé ekkert sem banni honum að sitja á meðan þjóðsöngurinn er leikinn, þótt það sé mælt með því að fólk standi. Ekki er búist við því að Kaepernick fái refsingu fyrir athæfi sitt.
Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
