Kaepernick ætlar að sitja sem fastast meðan þjóðsöngurinn er leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2016 23:30 Kaepernick er umhugað um stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum. vísir/getty Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn.Athygli vakti að Kaepernick sat á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star-Spangled Banner, var leikinn fyrir æfingaleik San Francisco og Green Bay Packers á föstudagskvöldið. Með þessu athæfi vildi Kaepernick mótmæla kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum. Og hann ætlar að sitja sem fastast. „Ég verð áfram sitjandi,“ sagði hinn 28 ára gamli Kaepernick í gær. „Ég stend áfram með fólki sem er kúgað. Þetta þarf að breytast,“ bætti leikstjórnandinn við en hann ætlar ekki að standa upp fyrr en hann sér jákvæða breytingu á stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum. Kaepernick, sem hefur leikið með San Francisco síðan hann kom inn í NFL-deildina fyrir fimm árum, hefur verið gagnrýndur fyrir athæfi sitt. Sumir ganga svo langt að segja að með því hafi hann sýnt bandaríska hernum óvirðingu. San Francisco og NFL-deildin hafa bæði sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál Kaepernick þar sem fram kemur að það sé ekkert sem banni honum að sitja á meðan þjóðsöngurinn er leikinn, þótt það sé mælt með því að fólk standi. Ekki er búist við því að Kaepernick fái refsingu fyrir athæfi sitt. NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, ætlar að halda áfram að sniðganga bandaríska þjóðsönginn.Athygli vakti að Kaepernick sat á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star-Spangled Banner, var leikinn fyrir æfingaleik San Francisco og Green Bay Packers á föstudagskvöldið. Með þessu athæfi vildi Kaepernick mótmæla kúgun blökkufólks í Bandaríkjunum. Og hann ætlar að sitja sem fastast. „Ég verð áfram sitjandi,“ sagði hinn 28 ára gamli Kaepernick í gær. „Ég stend áfram með fólki sem er kúgað. Þetta þarf að breytast,“ bætti leikstjórnandinn við en hann ætlar ekki að standa upp fyrr en hann sér jákvæða breytingu á stöðu blökkufólks í Bandaríkjunum. Kaepernick, sem hefur leikið með San Francisco síðan hann kom inn í NFL-deildina fyrir fimm árum, hefur verið gagnrýndur fyrir athæfi sitt. Sumir ganga svo langt að segja að með því hafi hann sýnt bandaríska hernum óvirðingu. San Francisco og NFL-deildin hafa bæði sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál Kaepernick þar sem fram kemur að það sé ekkert sem banni honum að sitja á meðan þjóðsöngurinn er leikinn, þótt það sé mælt með því að fólk standi. Ekki er búist við því að Kaepernick fái refsingu fyrir athæfi sitt.
NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira