Tinna Dögg gefur kost á sér í 5. sæti í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2016 09:35 Tinna Dögg Guðlaugsdóttir. Mynd/Ómar Vilhelmsson Tinna Dögg Guðlaugsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 10. september næstkomandi. Tinna Dögg er 33 ára meistaranemi í lögfræði og framkvæmdastjóri Lögfróðs, Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Í tilkynningu frá Tinnu segir að hún fæddist í Indónesíu þann árið 1983 og var ættleidd sama ár af foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni og Sigríði Björnsdóttur. „Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands sem kallaðist FRÍ 2000. Þá var ég auk þess valin Íþróttamaður Neista á Djúpavogi árið 1997. Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á þjóðfélagsmálum þó svo að ég hafi ekki kannski ekki haft allra hæst um það, ef svo má að orði komast. Þann 13. ágúst sl. birtist grein á vef flokksins þar sem Landsamband sjálfstæðiskvenna hvatti konur sérstaklega til að taka þátt í stjórnmálum og gefa kost á sér í prófkjörinu. Þá ákvað ég að láta loksins til mín taka og bjóða fram krafta mína og þá reynslu sem ég bý yfir. Sannarlega má segja að ég sé nýliði í stjórnmálum þar sem ég hef ekki verið virk í starfsemi flokksins en ég hef verið flokksbundin í áratug. Ég hef öðlast talsverða reynslu af félags- og trúnaðastörfum innan háskólasamfélagsins sem að ég tel ekki síður mikilvæga reynslu. Ég gengdi embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári og sat í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á síðasta skólaári. Ég er einnig varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til ársins 2017 en ég var tilnefnd til stjórnarsetu af Bandalagi íslenskra sérskólanema. Í maí sl. tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróðs, sem ég sinni á komandi skólaári. Samhliða því starfi sit ég í framkvæmdastjórn Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Eftir að ég hóf meistaranámið í lögfræði þá hef ég tvívegis setið í kjörstjórnum innans háskólans. Í fyrra skiptið var ég formaður kjörstjórnar Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík og í síðara var ég í kjörstjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt mér í þaula stefnumál flokksins og hvað hann stendur fyrir, fann ég að þau áttu samhljóm með mínum lífsgildum og skoðunum. Ég hef alltaf verið trúi á frelsi einstaklingins og frjálsri samkeppni. Þá tel ég jafnræði aðila mikilvægt og að einstaklingar eigi að fá jöfn tækifæri, t.d. til atvinnu, náms, launa o.s.frv., og séu metnir að verðleikum sínum. Ég tel að slíkt stuðli að frekari framþróun í því að byggja upp réttlátt samfélag - okkur öllum til hagsbóta. Ég tel mig vera málsvara þeirrar kynslóðar sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, mennta sig, byggja upp starfsframa og stofna fjölskyldu. Ég þekki það af eigin skinni að slíkt getur verið ansi strembið oft og tíðum og barátta á mörgum vígstöðum samtímis. Ég er búsett í Kópavogi ásamt dætrum mínum, Söru Lind (f. 2005) og Bryndísi Ýr (f. 2007),“ segir í tilkynningunni. Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Tinna Dögg Guðlaugsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer þann 10. september næstkomandi. Tinna Dögg er 33 ára meistaranemi í lögfræði og framkvæmdastjóri Lögfróðs, Lögfræðiþjónustu Lögréttu. Í tilkynningu frá Tinnu segir að hún fæddist í Indónesíu þann árið 1983 og var ættleidd sama ár af foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Valtýssyni og Sigríði Björnsdóttur. „Ég á eina yngri systur, Birnu Mjöll. Ég ólst upp á Djúpavogi til 16 ára aldurs en þá flutti ég að heiman og hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Sem barn og unglingur var ég mjög virk í íþróttum, bæði í frjálsum íþróttum og í fótbolta. Ég var mjög efnileg og komst í afreksmannahóp Frjálsíþróttasambands Íslands sem kallaðist FRÍ 2000. Þá var ég auk þess valin Íþróttamaður Neista á Djúpavogi árið 1997. Ég hef alla tíð haft mikin áhuga á þjóðfélagsmálum þó svo að ég hafi ekki kannski ekki haft allra hæst um það, ef svo má að orði komast. Þann 13. ágúst sl. birtist grein á vef flokksins þar sem Landsamband sjálfstæðiskvenna hvatti konur sérstaklega til að taka þátt í stjórnmálum og gefa kost á sér í prófkjörinu. Þá ákvað ég að láta loksins til mín taka og bjóða fram krafta mína og þá reynslu sem ég bý yfir. Sannarlega má segja að ég sé nýliði í stjórnmálum þar sem ég hef ekki verið virk í starfsemi flokksins en ég hef verið flokksbundin í áratug. Ég hef öðlast talsverða reynslu af félags- og trúnaðastörfum innan háskólasamfélagsins sem að ég tel ekki síður mikilvæga reynslu. Ég gengdi embætti hagsmunafulltrúa Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) á síðasta skólaári og sat í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Þá sat ég í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) á síðasta skólaári. Ég er einnig varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) til ársins 2017 en ég var tilnefnd til stjórnarsetu af Bandalagi íslenskra sérskólanema. Í maí sl. tók ég við starfi framkvæmdastjóra lögfræðiþjónustu Lögréttu, Lögfróðs, sem ég sinni á komandi skólaári. Samhliða því starfi sit ég í framkvæmdastjórn Lögréttu, félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Eftir að ég hóf meistaranámið í lögfræði þá hef ég tvívegis setið í kjörstjórnum innans háskólans. Í fyrra skiptið var ég formaður kjörstjórnar Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík og í síðara var ég í kjörstjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt mér í þaula stefnumál flokksins og hvað hann stendur fyrir, fann ég að þau áttu samhljóm með mínum lífsgildum og skoðunum. Ég hef alltaf verið trúi á frelsi einstaklingins og frjálsri samkeppni. Þá tel ég jafnræði aðila mikilvægt og að einstaklingar eigi að fá jöfn tækifæri, t.d. til atvinnu, náms, launa o.s.frv., og séu metnir að verðleikum sínum. Ég tel að slíkt stuðli að frekari framþróun í því að byggja upp réttlátt samfélag - okkur öllum til hagsbóta. Ég tel mig vera málsvara þeirrar kynslóðar sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, mennta sig, byggja upp starfsframa og stofna fjölskyldu. Ég þekki það af eigin skinni að slíkt getur verið ansi strembið oft og tíðum og barátta á mörgum vígstöðum samtímis. Ég er búsett í Kópavogi ásamt dætrum mínum, Söru Lind (f. 2005) og Bryndísi Ýr (f. 2007),“ segir í tilkynningunni.
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira