Fentanýl hundrað sinnum sterkara en morfín Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 19:15 Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir Lyfjastofnunnar segir Fentanýl mjög hættulegt sé það í röngum höndum. VÍSIR/SKJÁSKOT Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið Fentanýl hér á landi. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Í gær greindi Stöð 2 frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu Fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Misnotkun Fentanýls, sem er afar sterkt verkjalyf, hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má tugi dauðsfalla til notkunar lyfsins síðustu mánuði. Umræðan komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu Fentanýls í maí síðastliðnum. En er mikið af Fentanýli í umferð á Íslandi?„Við náttúrulega höfum engar upplýsingar um svarta markaðinn, en miðað við innflutningstölur á löglegu lyfi þá eru ekki merki um aukningu umfram önnur lyf,“ segir Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir hjá Lyfjastofnun. Lyfið er sérlega hættulegt sökum þess hve sterkt það er. „Þetta er eitt sterkasta verkjalyf sem er til á markaðnum. Fentanýl er um það bil hundrað sinnum sterkara en morfín, ef við tökum milligramm fyrir milligramm af lyfi, og sirka fimmtíu sinnum sterkara en heróín meira að segja. Það segir sig sjálf að þetta er mjög öflugt og þar af leiðandi hættulegt lyf,“ segir hann. Lyfið er lyfseðilsskylt en tvö dauðsföll hér á landi í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu síðustu helgi. „Þetta er mjög gott verkjalyf en hættulegar aukaverkanir. Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ segir Kolbeinn Guðmundsson. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið Fentanýl hér á landi. Lyfið er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum en það er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín. Í gær greindi Stöð 2 frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu á lyfinu Fentanýl. Annar ungur maður missti meðvitund sömu nótt og leikur grunur á að það tengist neyslu á sama lyfi. Misnotkun Fentanýls, sem er afar sterkt verkjalyf, hefur færst í aukana undanfarið og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem rekja má tugi dauðsfalla til notkunar lyfsins síðustu mánuði. Umræðan komst í hámæli þegar greint var frá því að poppstjarnan Prince hefði látist af ofneyslu Fentanýls í maí síðastliðnum. En er mikið af Fentanýli í umferð á Íslandi?„Við náttúrulega höfum engar upplýsingar um svarta markaðinn, en miðað við innflutningstölur á löglegu lyfi þá eru ekki merki um aukningu umfram önnur lyf,“ segir Kolbeinn Guðmundsson yfirlæknir hjá Lyfjastofnun. Lyfið er sérlega hættulegt sökum þess hve sterkt það er. „Þetta er eitt sterkasta verkjalyf sem er til á markaðnum. Fentanýl er um það bil hundrað sinnum sterkara en morfín, ef við tökum milligramm fyrir milligramm af lyfi, og sirka fimmtíu sinnum sterkara en heróín meira að segja. Það segir sig sjálf að þetta er mjög öflugt og þar af leiðandi hættulegt lyf,“ segir hann. Lyfið er lyfseðilsskylt en tvö dauðsföll hér á landi í ár má rekja til fentanýls að frátöldu atvikinu síðustu helgi. „Þetta er mjög gott verkjalyf en hættulegar aukaverkanir. Það getur valdið mikilli hömlun á öndun upp í heila. Við stóra skammta þá hreinlega hættir einstaklingurinn að anda og fer þar af leiðandi í hjartastopp,“ segir Kolbeinn Guðmundsson.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur að fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilvikum Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn miða vel þótt hún sé skammt á veg kominn. 23. ágúst 2016 15:45
Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00
Lát ungs manns á Menningarnótt til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls. 23. ágúst 2016 12:53