Aðeins um vexti og verðtryggingu Valgerður Bjarnadóttir skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar. Látið er líta út sem verið sé að uppfylla kosningaloforð um að afnema verðtrygginguna. Það er langt frá því að svo sé. Ef frumvarpið verður að lögum mun ákveðnum hópum í samfélaginu verða bannað að taka fjörutíu ára jafngreiðslulán. Stjórnlyndi ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming. Með boði og bönnum skal haft vit fyrir fólki. Flutningsmaðurinn er formaður Sjálfstæðisflokksins, sem á hátíðastundum vill kenna sig við frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. – Ja, hérna segi ég nú bara.Að villa um fyrir fólki Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a.: Rökin fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána til langs tíma að verðbótum er velt á höfuðstól lánsins og greiðslum þeirra frestað. Með þessu verður eignamyndun hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast. Lán sem fela ekki í sér afborgun af höfuðstól, svo sem lán þar sem aðeins vextir eru greiddir (e. interest only loans) eða lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun (e. negative amortization), þykja almennt óæskileg með tilliti til hagsmuna neytenda. Fullyrða má að neytendur séu ekki nægilega meðvitaðir um þá áhættu sem verðtryggð jafngreiðslulán bera með sér. Hér er verðtryggðum jafngreiðslulánum til langs tíma líkt við lán sem ekki fela í sér afborgun á höfuðstól (e. interest only loans) og lán með neikvæðri höfuðstólsafborgun. (e. negative amortization). Jafngreiðslulán (annuities) til langs tíma eiga ekkert skylt með hinum tveim lánsformunum. Þessi framsetning er beinlínis villandi og er hreint ekki til að uppfræða almenning, spurning hvort þetta sé viljandi gert til þess öllu heldur að rugla fólk. Fjörutíu ára jafngreiðslulán eru ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri. Þau þekkjast víða. Eignamyndun hefst ekkert fyrr í fasteign sem fjármögnuð er með löngum jafngreiðslulánum í útlöndum en hér á landi. Það sem er íslenskt er hin háa verðbólga sem hér hefur verið. Og svo líka og ekki síst að ofan á verðtrygginguna bætast vextir, sem einir og sér eru háir miðað við vexti af íbúðalánum í öðrum löndum.Vextir, verðbólga og krónan Vextir af verðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbanka Íslands eru nú á bilinu 3,65% til 4,65% eftir lánshlutfalli. Þó verðbólgan sé lág, sem betur fer, er hún samt 1,1% sem veldur því að vextir af verðtryggðum lánum eru nú á bilinu 4,66% til 5,66%. En hvað með óverðtryggð íbúðalán? Hvaða vextir eru á þeim? Þeir eru á bilinu 7,25% til 8,25%. Það þarf hvorki stærðfræðing né tryggingafræðing til að sjá að nú um stundir eru óverðtryggð íbúðalán óhagstæðari en þau verðtryggðu. Stóra vandamálið í íslensku efnahagslífi er gjaldmiðillinn – krónan. Gjaldmiðillinn er svo lítill að hann getur hoppað og skoppað upp og niður. Þess vegna geta orðið hér verðbólguskot. Þess vegna eru vextir hér háir. Stóra áskorun stjórnmálanna er að finna leiðir til að tengjast öðrum gjaldmiðli. Þess vegna þarf að halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun