Stjórnarandstæðingar undrast dagskrá þingsins: „Þetta er nú algjörlega absúrd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2016 16:00 Þingmenn stjórnarandstöðunnar undruðust dagskrá Alþingis í dag. Vísir „Þetta er nú algjörlega absúrd að vera hér á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á þingi í dag er hún undraðist það að það eina sem væri á dagskrá Alþingis í dag væri dagskrárliðurinn störf þingsins. Greiða átti atkvæði um þrjú mál en var atkvæðagreiðslu frestað vegna fjarvista þingmanna. Því var dagskrárliðurinn störf þingsins það eina sem eftir var á dagskrá. „Okkur var sagt að við yrðum að vera hér. Það væri svo áríðandi vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim,“ bætti Sigríður Ingibjörg við og vísaði þar til orða stjórnarliða um að koma þyrfti mikilvægum málum í gegnum þingið áður en kosið yrði í haust. Undir þetta tók Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og sagði hann erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að stunda málþóf ef ekkert væri til þess að ræða á þingi. „Þetta undrar mann eftir yfirlýsingarnar um það að hér myndu stjórnarflokkarnir eiga í erfiðleikum að koma fram málum vegna málþófs stjórnarandstöðunnar,“ sagði Helgi. „Þó að ég feginn vildi stunda málþóf þá reynist það erfitt ef ekkert þingmál er á dagskrá fundarins.“ Sagðist Helgi þó ekki ætla að kvarta yfir því sem hann sagði vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Ég ætla ekki að kvarta undan því að ríkisstjórn sem ég er fullkomnlega ósammála í mörgum og veigamiklum málum sé ekki að flytja inn hér mál.“ Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, gerði dagskrá þingsins einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og sagði hún núverandi þinghald verða orðið að dellu og boða ætti til kosninga strax. „Nú liggur fyrir að fresta þarf atkvæðagreiðslum fram yfir helgi vegna fjarvista þingmanna. Þannig verður þingfundurinn hálftíma langur sem er örugglega nánast einsdæmi og verður sífellt ljósara hversu mikil della þetta þinghald er orðið. Ekkert vit í öðru en að senda þingið heim strax og boða til kosninga.“ Alþingi Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
„Þetta er nú algjörlega absúrd að vera hér á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á þingi í dag er hún undraðist það að það eina sem væri á dagskrá Alþingis í dag væri dagskrárliðurinn störf þingsins. Greiða átti atkvæði um þrjú mál en var atkvæðagreiðslu frestað vegna fjarvista þingmanna. Því var dagskrárliðurinn störf þingsins það eina sem eftir var á dagskrá. „Okkur var sagt að við yrðum að vera hér. Það væri svo áríðandi vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim,“ bætti Sigríður Ingibjörg við og vísaði þar til orða stjórnarliða um að koma þyrfti mikilvægum málum í gegnum þingið áður en kosið yrði í haust. Undir þetta tók Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og sagði hann erfitt fyrir stjórnarandstöðuna að stunda málþóf ef ekkert væri til þess að ræða á þingi. „Þetta undrar mann eftir yfirlýsingarnar um það að hér myndu stjórnarflokkarnir eiga í erfiðleikum að koma fram málum vegna málþófs stjórnarandstöðunnar,“ sagði Helgi. „Þó að ég feginn vildi stunda málþóf þá reynist það erfitt ef ekkert þingmál er á dagskrá fundarins.“ Sagðist Helgi þó ekki ætla að kvarta yfir því sem hann sagði vera aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Ég ætla ekki að kvarta undan því að ríkisstjórn sem ég er fullkomnlega ósammála í mörgum og veigamiklum málum sé ekki að flytja inn hér mál.“ Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, gerði dagskrá þingsins einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og sagði hún núverandi þinghald verða orðið að dellu og boða ætti til kosninga strax. „Nú liggur fyrir að fresta þarf atkvæðagreiðslum fram yfir helgi vegna fjarvista þingmanna. Þannig verður þingfundurinn hálftíma langur sem er örugglega nánast einsdæmi og verður sífellt ljósara hversu mikil della þetta þinghald er orðið. Ekkert vit í öðru en að senda þingið heim strax og boða til kosninga.“
Alþingi Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Atkvæðagreiðslum frestað vegna fjarvista þingmanna Forseti Alþingis segir að margir þingmenn séu fjarverandi vegna starfa sinna fyrir alþjóðanefndir þingsins. 24. ágúst 2016 15:03
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent