Bara á Íslandi Logi Bergmann Eiðsson skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR!
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun