Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við leikskólastjórnendur sem fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að mótmæla niðurskurði. Borgarstjóri segir það ekki koma til greina að skerða þjónustu til að bregðast við fjárhagserfiðleikum leikskóla borgarinnar.

Einnig verður rætt formann Dómarafélags Íslands en félagið skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér í máli sautján hundruð dómara sem fangelsaðir hafa verið í hreinsunum Erdogans Tyrklandsforseta. Margir af þessum tyrknesku dómurum tengjast íslenskum starfsbræðrum sínum vinaböndum.

Þá verður einnig fjallað um sérkennilegt mislingasmit sem átti sér stað í flugvél Icelandair og margt fleira. Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×