Staða ungs fólks hefur versnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2016 20:15 Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira