Staða ungs fólks hefur versnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2016 20:15 Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi. Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Sjá meira
Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi.
Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Sjá meira