Guðfinna kemur Sigmundi til varnar: Segir „persónulega óvild“ Höskuldar í garð formannsins „vandræðalega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 10:01 Guðfinna Jóhanna kemur Sigmundi Davíð til varnar á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið en Höskuldur Þórhallsson gagnrýnir skrif formannsins um flugvöllinn í grein í Fréttablaðinu í dag. vísir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir persónulega óvild Höskulds Þórhallssonar í garð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins vandræðalega. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Guðfinnu þar sem hún deilir grein Höskuldar sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar gagnrýnir hann harðlega skrif Sigmundar um Reykjavíkurflugvöll í Morgunblaðinu í liðinni viku. Guðfinna segir að Höskuldur „hefði betur lesið grein Sigmundar, dóm Hæstaréttar og sett sig inn í flugvallarmálið eins og honum bar að gera sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Þessi persónulega óvild hans í garð Sigmundar er alveg vandræðaleg og endurspeglast í þekkingar- og áhugaleysi Höskuldar á flugvallarmálinu.“ Hún telur að Höskuldur hafi verið í lykilstöðu til að koma í veg fyrir lokun neyðarbrautarinnar en hann hafi hins vegar ekki notað vald sitt til þess. „Höskuldur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar var í lykilstöðu til að koma í veg fyrir lokun neyðarbrautarinnar en hann tók ekkert mark á innsendum athugasemdum og rökum. Höskuldur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar er sá aðili sem hefði getað brugðist við þegar öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna sendi vel rökstuddar athugasemdir á umhverfis- og samgöngunefnd í september í fyrra um að nothæfisstuðullinn væri rangt reiknaður. Hér að neðan er grein um það. Ef hann hefði gert það hefði niðurstaðan í neyðarbrautarmálinu verið önnur. Valdið var hans en hann notaði það ekki. Margt hefur veið skrifað og sagt í flugvallarmálinu, þessi grein hans Höskuldar slær öll met í þekkingarleysi.“ Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Salan í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar né fjárhagslegar forsendur Vill stöðva tilraunir borgaryfirvalda til að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll. 1. september 2016 10:56 Höskuldur skorar Sigmund Davíð á hólm Höskuldur Þórhallsson vonast til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gefi kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. 31. ágúst 2016 14:18 Höskuldur hjólar í Sigmund Davíð vegna skrifa hans um Reykjavíkurflugvöll Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins harðlega í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 6. september 2016 07:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir persónulega óvild Höskulds Þórhallssonar í garð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins vandræðalega. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Guðfinnu þar sem hún deilir grein Höskuldar sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar gagnrýnir hann harðlega skrif Sigmundar um Reykjavíkurflugvöll í Morgunblaðinu í liðinni viku. Guðfinna segir að Höskuldur „hefði betur lesið grein Sigmundar, dóm Hæstaréttar og sett sig inn í flugvallarmálið eins og honum bar að gera sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Þessi persónulega óvild hans í garð Sigmundar er alveg vandræðaleg og endurspeglast í þekkingar- og áhugaleysi Höskuldar á flugvallarmálinu.“ Hún telur að Höskuldur hafi verið í lykilstöðu til að koma í veg fyrir lokun neyðarbrautarinnar en hann hafi hins vegar ekki notað vald sitt til þess. „Höskuldur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar var í lykilstöðu til að koma í veg fyrir lokun neyðarbrautarinnar en hann tók ekkert mark á innsendum athugasemdum og rökum. Höskuldur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar er sá aðili sem hefði getað brugðist við þegar öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna sendi vel rökstuddar athugasemdir á umhverfis- og samgöngunefnd í september í fyrra um að nothæfisstuðullinn væri rangt reiknaður. Hér að neðan er grein um það. Ef hann hefði gert það hefði niðurstaðan í neyðarbrautarmálinu verið önnur. Valdið var hans en hann notaði það ekki. Margt hefur veið skrifað og sagt í flugvallarmálinu, þessi grein hans Höskuldar slær öll met í þekkingarleysi.“
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Salan í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar né fjárhagslegar forsendur Vill stöðva tilraunir borgaryfirvalda til að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll. 1. september 2016 10:56 Höskuldur skorar Sigmund Davíð á hólm Höskuldur Þórhallsson vonast til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gefi kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. 31. ágúst 2016 14:18 Höskuldur hjólar í Sigmund Davíð vegna skrifa hans um Reykjavíkurflugvöll Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins harðlega í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 6. september 2016 07:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sigmundur Davíð: Salan í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar né fjárhagslegar forsendur Vill stöðva tilraunir borgaryfirvalda til að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll. 1. september 2016 10:56
Höskuldur skorar Sigmund Davíð á hólm Höskuldur Þórhallsson vonast til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gefi kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. 31. ágúst 2016 14:18
Höskuldur hjólar í Sigmund Davíð vegna skrifa hans um Reykjavíkurflugvöll Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins harðlega í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 6. september 2016 07:52