Ekki rústa öllu á leiðinni út Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. september 2016 07:00 Það eru skrýtnir tímar í stjórnmálum í dag. Ríkisstjórnin er að hrökklast frá völdum eftir að hafa látið undan háværum kröfum almennings og gengið verður til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Ráðherrar þráuðust lengi við að upplýsa kjósendur um hvenær þeir fengju að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, en loksins létu þeir undan þeirri eðlilegu kröfu. Á leiðinni út úr ráðuneytunum virðast ráðherrarnir hins vegar staðráðnir í að koma sem mestu af umdeildum málum í gegn. Það er til að mynda með ólíkindum að Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, skuli ætla sér að gera grundvallarbreytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna á þeim örfáu þingdögum sem eftir eru. Breytingar sem Háskóli Íslands segir að geti falið í sér mismunun til náms, geti staðið doktorsnemum fyrir þrifum og jafnvel komið mismunandi niður á kynjunum. Hvort það síðasttalda á við vitum við ekki, þar sem ráðherrann telur enga þörf á að kynjagreina frumvarpið, frekar en nokkuð annað reyndar. Og þá á eftir að svara hvers vegna mismuna á fólki eftir efnahag varðandi endurgreiðslur. Til stendur að umbreyta námslánafyrirkomulaginu og til þess ætlar ráðherrann þingmönnum örfáa daga. Það er í besta falli óvirðing fyrir Alþingi og þeim vönduðu vinnubrögðum sem þar eiga að ríkja. Þá ákvað ríkisstjórnin að skella fram eins og einu frumvarpi um verðtrygginguna, svona af því að brátt þyrftu ráðherrar að biðja kjósendur um að kjósa sig aftur og þeir höfðu víst lofað einhverju slíku. Skemmst er frá því að segja að frumvarpið er furðulegur bastarður þar sem öllu ægir saman; sumt er bannað, nema fyrir næstum alla og annað er illa séð, nema fyrir suma. Seðlabankinn er að minnsta kosti hissa á frumvarpinu og segir tilganginn með því óljósan. Ef húsráðendur vilja mann út úr partýi, er ekki góð hugmynd að sparka allt niður á leiðinni út. Hið eðlilega er að þakka bara pent fyrir sig og fara. Það mætti ríkisstjórnin gera.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Það eru skrýtnir tímar í stjórnmálum í dag. Ríkisstjórnin er að hrökklast frá völdum eftir að hafa látið undan háværum kröfum almennings og gengið verður til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Ráðherrar þráuðust lengi við að upplýsa kjósendur um hvenær þeir fengju að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, en loksins létu þeir undan þeirri eðlilegu kröfu. Á leiðinni út úr ráðuneytunum virðast ráðherrarnir hins vegar staðráðnir í að koma sem mestu af umdeildum málum í gegn. Það er til að mynda með ólíkindum að Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, skuli ætla sér að gera grundvallarbreytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna á þeim örfáu þingdögum sem eftir eru. Breytingar sem Háskóli Íslands segir að geti falið í sér mismunun til náms, geti staðið doktorsnemum fyrir þrifum og jafnvel komið mismunandi niður á kynjunum. Hvort það síðasttalda á við vitum við ekki, þar sem ráðherrann telur enga þörf á að kynjagreina frumvarpið, frekar en nokkuð annað reyndar. Og þá á eftir að svara hvers vegna mismuna á fólki eftir efnahag varðandi endurgreiðslur. Til stendur að umbreyta námslánafyrirkomulaginu og til þess ætlar ráðherrann þingmönnum örfáa daga. Það er í besta falli óvirðing fyrir Alþingi og þeim vönduðu vinnubrögðum sem þar eiga að ríkja. Þá ákvað ríkisstjórnin að skella fram eins og einu frumvarpi um verðtrygginguna, svona af því að brátt þyrftu ráðherrar að biðja kjósendur um að kjósa sig aftur og þeir höfðu víst lofað einhverju slíku. Skemmst er frá því að segja að frumvarpið er furðulegur bastarður þar sem öllu ægir saman; sumt er bannað, nema fyrir næstum alla og annað er illa séð, nema fyrir suma. Seðlabankinn er að minnsta kosti hissa á frumvarpinu og segir tilganginn með því óljósan. Ef húsráðendur vilja mann út úr partýi, er ekki góð hugmynd að sparka allt niður á leiðinni út. Hið eðlilega er að þakka bara pent fyrir sig og fara. Það mætti ríkisstjórnin gera.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun