Hann hefur neitað að standa meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er leikinn. Ein ástæðan er sú að mótmæla lögregluofbeldi.
Lögreglumenn í San Francisco hótuðu því að mæta ekki á leiki 49ers ef félagið myndi ekki refsa leikmanninum. Það yrði engin löggæsla á vellinum.
Lögreglustjórinn segir að áhorfendur þurfi ekki að óttast að það verði ekki löggæslu á leikjum 49ers í vetur. Öryggi borgara verði að ganga fyrir.
Lögreglumenn segja að aðgerðir Kaepernick séu hættulegar enda muni þeir fá minni starfsfrið eftir því sem mótmælendum í garð lögreglu fjölgar.
