Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2016 19:00 Sex dagar eru þar til poppstjarnan Justin Bieber stígur á svið í Kópavogi á lang stærstu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi. Framkvæmdir við að breyta Kórnum úr íþróttahúsi í tónleikahöll eru hafnar en poppstjarnan mun nota meðal annars tvö tonn af vatni í einu atriða sinna. Samkvæmt upplýsingum eru það um 12% þjóðarinnar sem mæta á tónleikana í Kórnum í Kópavogi fimmtudag og föstudag í næstu viku eða um 38.000 manns. Til samanburðar þá búa í Kópavogi 34.000 manns, þannig að það er nærtækast að spyrja manninn sem stendur að þessu öllu. Er allt tilbúið? „Nei það er ekki alveg tilbúið eins og þú sérð enda eru enn þá sex dagar í gigg en þið sjáið kannski hvað þetta er stórt það eru sex dagar í gigg og samt eru með hérna á fjórða degi að vinna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. Aðstandendur poppstjörnunnar mæta með 40 tonn af búnaði til viðbótar við þann búnað sem nú er verið að setja upp í Kórnum. Öryggisgirðing í kringum svæðið er um 4 kílómetrar. Tvö stærstu hljóðkerfi landsins verða sameinuð til að fá sem best hljóð og til þess að hljóð og ljós fái að njóta sín í salnum, þá þarf rafmagnið um 2000 amper. „Bara það að koma nógu miklu rafmagni inn í húsið er búið að vera risastórt verkefni. Það er verið að taka allt rafmagn sem til er og bæta við rafstöðvum, finna rafstöðvar og flytja inn og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur. Tónleikarnir eru þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi og segir að Ísleifur að í herbúðum Justin Bieber séu menn himinlifandi yfir áhuganum og eru meðvitaður um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar muni mæta í Kórinn. „Þeir taka það mjög alvarlega. Þeir vita allt um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er að mæta og þeir eru stoltir af þessu og þess vegna ætla þeir að koma með „full show“ til Íslands og standa undir væntingum,“ segir Ísleifur Fylgdarlið poppstjörnunnar er þegar farið að streyma til landsins og munu þeir fyrstu mæta í Kórinn á morgun. Stjarnan sjálf er þó ekki væntanleg til landsins fyrr en eftir helgi.Eru allir búnir að sækja miðana sína?„Það eru eiginlega allir búnir að sækja miðana sína, það er mjög lítið sem er eftir en þeir sem eiga eftir endilega drífa sig í því,“ segir ÍsleifurTvisvar sinnum 17.000 manns er uppselt?„Það er alveg pakkuppselt á tónleikana sem fóru fyrst í sölu sem eru seinni tónleikarnir. Það er enn þá smá laust hérna á gólfið 8. september en ég held að menn ættu að huga að því að hafa hraðar hendur," segir Ísleifur að lokum. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30 Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Sex dagar eru þar til poppstjarnan Justin Bieber stígur á svið í Kópavogi á lang stærstu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi. Framkvæmdir við að breyta Kórnum úr íþróttahúsi í tónleikahöll eru hafnar en poppstjarnan mun nota meðal annars tvö tonn af vatni í einu atriða sinna. Samkvæmt upplýsingum eru það um 12% þjóðarinnar sem mæta á tónleikana í Kórnum í Kópavogi fimmtudag og föstudag í næstu viku eða um 38.000 manns. Til samanburðar þá búa í Kópavogi 34.000 manns, þannig að það er nærtækast að spyrja manninn sem stendur að þessu öllu. Er allt tilbúið? „Nei það er ekki alveg tilbúið eins og þú sérð enda eru enn þá sex dagar í gigg en þið sjáið kannski hvað þetta er stórt það eru sex dagar í gigg og samt eru með hérna á fjórða degi að vinna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. Aðstandendur poppstjörnunnar mæta með 40 tonn af búnaði til viðbótar við þann búnað sem nú er verið að setja upp í Kórnum. Öryggisgirðing í kringum svæðið er um 4 kílómetrar. Tvö stærstu hljóðkerfi landsins verða sameinuð til að fá sem best hljóð og til þess að hljóð og ljós fái að njóta sín í salnum, þá þarf rafmagnið um 2000 amper. „Bara það að koma nógu miklu rafmagni inn í húsið er búið að vera risastórt verkefni. Það er verið að taka allt rafmagn sem til er og bæta við rafstöðvum, finna rafstöðvar og flytja inn og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ísleifur. Tónleikarnir eru þeir stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi og segir að Ísleifur að í herbúðum Justin Bieber séu menn himinlifandi yfir áhuganum og eru meðvitaður um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar muni mæta í Kórinn. „Þeir taka það mjög alvarlega. Þeir vita allt um það hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er að mæta og þeir eru stoltir af þessu og þess vegna ætla þeir að koma með „full show“ til Íslands og standa undir væntingum,“ segir Ísleifur Fylgdarlið poppstjörnunnar er þegar farið að streyma til landsins og munu þeir fyrstu mæta í Kórinn á morgun. Stjarnan sjálf er þó ekki væntanleg til landsins fyrr en eftir helgi.Eru allir búnir að sækja miðana sína?„Það eru eiginlega allir búnir að sækja miðana sína, það er mjög lítið sem er eftir en þeir sem eiga eftir endilega drífa sig í því,“ segir ÍsleifurTvisvar sinnum 17.000 manns er uppselt?„Það er alveg pakkuppselt á tónleikana sem fóru fyrst í sölu sem eru seinni tónleikarnir. Það er enn þá smá laust hérna á gólfið 8. september en ég held að menn ættu að huga að því að hafa hraðar hendur," segir Ísleifur að lokum.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30 Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30 Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“ "Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason. 1. september 2016 11:30
Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber. 29. ágúst 2016 13:30
Sena varð að hækka tilboðið í Justin Bieber í miðjum viðræðum "Ég held að ferlið hafi byrjað um það bil ári áður en við tilkynntum þetta,“ Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en fyrirtækið stendur fyrir tvennum risatónleikum með Justin Bieber 8. og 9. september næstkomandi. 29. ágúst 2016 12:30
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45