Ný og betri Reykjavík Aron Leví Beck skrifar 14. september 2016 11:05 Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Það virðist vera lenskan í dag að tala alltaf um það sem er neikvætt og vont. Undanfarin misseri hafa spjótin beinst að borgaryfirvöldum vegna t.d. skipulags- og gatnamála. Mér finnst þessi umræða vera á villigötum. Skipulag tekur langan tíma að þróast, sérstaklega í þeim borgum sem verið er að þétta og blanda byggð. Það er flóknara að þétta en að byggja sífellt ný úthverfi. Skoðum þetta aðeins nánar. Mikil uppsveifla var í byggingariðnaði hér rétt fyrir hrun. Þá voru áherslur í skipulagi allt aðrar en þær eru í dag. Á þessum tíma var einmitt farin sú leið að byggja fleiri og fleiri úthverfi. Borgin dreifði sér líkt og eldur í sinu þar til einn daginn, eins og hendi væri veifað varð allt stopp. Reykvíkingar sátu uppi með ofgnótt af ókláruðum byggingum út um alla móa. Næstu árin var útsýnið út um stofugluggan hjá mörgum þeim sem höfðu komið sér tímanlega fyrir í þessum hverfum gráir steypu klumpar og byggingarkranar. Enn þann dag í dag standa mörg þessi hús ókláruð og eða tóm. Þó margir kjósi að búa í úthverfi ætla ég að leyfa mér að tala fyrir mína kynslóð og segja: ungt fólk hefur ekki áhuga á að búa í líflausu úthverfi. Í dag er munurinn á því sem við gerðum þá og við gerum í dag er sá að við hættum að dreyfa okkur. Þó er afar mikilvægt að við klárum þau hverfi sem við byrjuðum á og nýtum það sem til staðar er. Blönduð byggð snýr ekki bara að gömlu hverfunum eða miðborginni heldur reykjavík í heild sinni. Í blandaðari byggð er verið að dreifa störfum og þjónustu á öll hverfin. Það gerir það að verkum að ferðatími t.d. í og úr vinnu styttist. Þar að leiðandi gefst meiri frítími. Burt séð hvort um sé að ræða Grafarholt eða vesturbæ er mikilvægt að byggja í miðborginni sjálfri. Hana þarf að efla og hún á að vera fyrir fólk. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta í bland við íbúðir. „Það er alltof mikið af auðu húsnæði í miðborginni“ sagði enginn, aldrei.“ Það er ljóst að stefna aðalskipulagsins um þéttingu byggðar virkar. Samkvæmt nýlegri úttekt á umhverfis og skipulagssviði er um 96% uppbyggingar í borginni um þessar mundir innan núverandi byggðar. Það er því ljóst að fjárfestar hafa lagað sig að stefnu aðalskipulags. Það hefur mikið verið rætt um húsnæðisskort í Reykjavík. Sumir vilja meina að það sé það eina sem byggt er sé annarsvegar gistiheimi og lundabúðir hinsvegar. Þetta eru full hástemmd ummæli að mínu mati. Um þessar mundir er verið að byggja mjög mikið af íbúðum í Reykjavík. Bara við Hverfisgötu og næsta nágrenni rísa á næstunni um 500 íbúðir svo eitthvað sé nefnt. Uppbyggingin fer einkum fram, eins og áætlað var, á aflögðum iðnaðar og atvinnulóðum (Lýsisreitur, hafnarsvæði, Einholt/Þverholt, Hampiðjureitur, og fljótlega Kirkjusandur og Vogabyggð) eða bílastæðaflæmum (Hafnartorg, Ásholt). Miðborgarsvæðið er að teygja sig bæði til austurs og vesturs. Það er ljóst að það er mikill áhugi hjá bæði borgarbúum og fjárfestum. Það sem við getum verið stolt af er að 1) þessi uppbygging er lykill að því að byggja upp vistvæna borgarbyggð 2) samningsmarkmið borgarinnar um félagslega blöndun og eflingu leigumarkaðs er fylgt eftir osfrv. Einnig getum við verið stolt af flestu því sem komið er, Stúdenta og vísindagörðum, þróuninni við höfnina, þróuninni við Hverfisgötu (sem hefur verið í hraðri uppbyggingu) og Hlemm o.s.frv. Það er margt spennandi að gerast, verum þolinmóð, sýnum vaxtaverkjunum skilning og hlökkum til að sjá nýja og betri Reykjavík! Höfundur er byggingafræðingur og meistaranemi í skipulagsfræði.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun