Kæra Ólöf Nordal innanríkisráðherra Guðrún Sigurðardóttir skrifar 13. september 2016 16:35 Til hamingju með gott gengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef vel gengur hjá flokknum í komandi alþingiskosningum er ekki ólíklegt að hann verði áfram í ríkisstjórn og þú jafnvel áfram innanríkisráðherra. Miðað við skoðanakannanir þá getur Sjálfstæðisflokkurinn og þar af leiðandi þú a.m.k. haft veruleg áhrif á stjórnmálaumræðu í landinu að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði þau grundvallarmistök að standa að stofnun embættis sérstaks saksóknara. Munt þú beita þér fyrir því að hefja skoðun á málsmeðferð manna sem sætt hafa rannsókn til margra ára og sæta enn vegna mála er tengjast bankahruninu? Finnst þér eðlilegt að menn sem hafa verið ofsóttir síðan 2009 og núna margir hverjir að afplána dóma, lifi enn í óvissu um það hversu marga dóma í viðbót þeir þurfi að afplána? Svona til að taka dæmi þá er einn af þessum mönnum nú að afplána þriggja ára dóm, hann bíður eftir meðferð Hæstaréttar vegna dóms sem féll í héraði á síðasta ári þar sem hann fékk tveggja ára viðbótardóm. Einnig bíður hann þess nú að aðalmeðferð hefjist í Héraðsdómi vegna ákæru frá því í mars og enn ríkir óvissa um hvort ákært verður í fleiri málum. Þetta eru að verða nokkuð mörg ár og miðað við hraða dómskerfisins fram að þessu á líf viðkomandi áfram eftir að vera gegnsýrt af þessu til fjölda ára í viðbót. Finnst þér þetta ásættanlegt? Hefur aldrei hvarflað að þér í gegnum öll þessi ár að nú ættu sér stað nornaveiðar af verstu gerð og að tíminn muni leiða í ljós að brotið hafi verið illa á ríkisborgurum þessa lands? Enn það væri s.s. ekki í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld færu þá leið ofsókna gagnvart afmörkuðum hópi þjóðfélagsþegna sinna. Kæra Ólöf hvarflar það að þér að mögulega gætu flóknari ástæður legið að baki bankahruninu en var á færi nokkurra manna að stýra? Hvarflar það að þér að bankahrunið hafi ef til vill haft lengri aðdraganda en nokkra mánuði? Hvarflar það að þér að fall á mörkuðum erlendis hafi haft eitthvað með það að gera? Hvarflar það að þér að þeir sem hafa verið ofsóttir og dæmdir nú hafi lagt sig alla fram við það að reyna að bjarga fjármálakerfinu? Hvarflar það að þér að aðrir innviðir samfélagsins hafi brugðist? Finnst þér ekki undarlegt að refsingin beinist eingöngu að afmörkuðum hópi einstaklinga sem stóðu í eldlínunni rétt fyrir hrun? Með von um skjót viðbrögð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með gott gengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef vel gengur hjá flokknum í komandi alþingiskosningum er ekki ólíklegt að hann verði áfram í ríkisstjórn og þú jafnvel áfram innanríkisráðherra. Miðað við skoðanakannanir þá getur Sjálfstæðisflokkurinn og þar af leiðandi þú a.m.k. haft veruleg áhrif á stjórnmálaumræðu í landinu að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði þau grundvallarmistök að standa að stofnun embættis sérstaks saksóknara. Munt þú beita þér fyrir því að hefja skoðun á málsmeðferð manna sem sætt hafa rannsókn til margra ára og sæta enn vegna mála er tengjast bankahruninu? Finnst þér eðlilegt að menn sem hafa verið ofsóttir síðan 2009 og núna margir hverjir að afplána dóma, lifi enn í óvissu um það hversu marga dóma í viðbót þeir þurfi að afplána? Svona til að taka dæmi þá er einn af þessum mönnum nú að afplána þriggja ára dóm, hann bíður eftir meðferð Hæstaréttar vegna dóms sem féll í héraði á síðasta ári þar sem hann fékk tveggja ára viðbótardóm. Einnig bíður hann þess nú að aðalmeðferð hefjist í Héraðsdómi vegna ákæru frá því í mars og enn ríkir óvissa um hvort ákært verður í fleiri málum. Þetta eru að verða nokkuð mörg ár og miðað við hraða dómskerfisins fram að þessu á líf viðkomandi áfram eftir að vera gegnsýrt af þessu til fjölda ára í viðbót. Finnst þér þetta ásættanlegt? Hefur aldrei hvarflað að þér í gegnum öll þessi ár að nú ættu sér stað nornaveiðar af verstu gerð og að tíminn muni leiða í ljós að brotið hafi verið illa á ríkisborgurum þessa lands? Enn það væri s.s. ekki í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld færu þá leið ofsókna gagnvart afmörkuðum hópi þjóðfélagsþegna sinna. Kæra Ólöf hvarflar það að þér að mögulega gætu flóknari ástæður legið að baki bankahruninu en var á færi nokkurra manna að stýra? Hvarflar það að þér að bankahrunið hafi ef til vill haft lengri aðdraganda en nokkra mánuði? Hvarflar það að þér að fall á mörkuðum erlendis hafi haft eitthvað með það að gera? Hvarflar það að þér að þeir sem hafa verið ofsóttir og dæmdir nú hafi lagt sig alla fram við það að reyna að bjarga fjármálakerfinu? Hvarflar það að þér að aðrir innviðir samfélagsins hafi brugðist? Finnst þér ekki undarlegt að refsingin beinist eingöngu að afmörkuðum hópi einstaklinga sem stóðu í eldlínunni rétt fyrir hrun? Með von um skjót viðbrögð
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun