
Kæra Ólöf Nordal innanríkisráðherra
Sjálfstæðisflokkurinn gerði þau grundvallarmistök að standa að stofnun embættis sérstaks saksóknara. Munt þú beita þér fyrir því að hefja skoðun á málsmeðferð manna sem sætt hafa rannsókn til margra ára og sæta enn vegna mála er tengjast bankahruninu? Finnst þér eðlilegt að menn sem hafa verið ofsóttir síðan 2009 og núna margir hverjir að afplána dóma, lifi enn í óvissu um það hversu marga dóma í viðbót þeir þurfi að afplána? Svona til að taka dæmi þá er einn af þessum mönnum nú að afplána þriggja ára dóm, hann bíður eftir meðferð Hæstaréttar vegna dóms sem féll í héraði á síðasta ári þar sem hann fékk tveggja ára viðbótardóm. Einnig bíður hann þess nú að aðalmeðferð hefjist í Héraðsdómi vegna ákæru frá því í mars og enn ríkir óvissa um hvort ákært verður í fleiri málum. Þetta eru að verða nokkuð mörg ár og miðað við hraða dómskerfisins fram að þessu á líf viðkomandi áfram eftir að vera gegnsýrt af þessu til fjölda ára í viðbót. Finnst þér þetta ásættanlegt?
Hefur aldrei hvarflað að þér í gegnum öll þessi ár að nú ættu sér stað nornaveiðar af verstu gerð og að tíminn muni leiða í ljós að brotið hafi verið illa á ríkisborgurum þessa lands? Enn það væri s.s. ekki í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld færu þá leið ofsókna gagnvart afmörkuðum hópi þjóðfélagsþegna sinna.
Kæra Ólöf hvarflar það að þér að mögulega gætu flóknari ástæður legið að baki bankahruninu en var á færi nokkurra manna að stýra? Hvarflar það að þér að bankahrunið hafi ef til vill haft lengri aðdraganda en nokkra mánuði? Hvarflar það að þér að fall á mörkuðum erlendis hafi haft eitthvað með það að gera? Hvarflar það að þér að þeir sem hafa verið ofsóttir og dæmdir nú hafi lagt sig alla fram við það að reyna að bjarga fjármálakerfinu? Hvarflar það að þér að aðrir innviðir samfélagsins hafi brugðist?
Finnst þér ekki undarlegt að refsingin beinist eingöngu að afmörkuðum hópi einstaklinga sem stóðu í eldlínunni rétt fyrir hrun?
Með von um skjót viðbrögð
Skoðun

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar