Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 15:38 Róbert Marshall Vísir/gva Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra, af haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að efni fyrirspurnar sinnar til utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Róbert benti á að Sigmundur Davíð hafi orðrétt sagt „ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra. „Og þá veltir maður fyrir sér hvaða fer í gang þegar upplýsist um slík tíðindi. Nú heyra þjoðaröryggismál undir utanríkisráðherra. Það hlýtur einhver rannsókna að fara í gang þegar um slíkt mál er að ræða,“ sagði Róbert í fyrirspurn sinni. Róbert sagði að fyrirspurnin kæmi til vegna þess að hann hefði á tilfinningunni að stjórnvöld tækju yfirlýsingu Sigmundar Davíðs frekar kæruleysislega. „Ég geri það ekki. Það er alvarlegt ef hægt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ sagði Róbert. Þá spurði hann einnig hver hefði brotist inn í tölvu Sigmundar, hvenær það hefði verið gert og hvaða rannsókn sé í gangi til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Þá vildi hann einnig vita hvaða upplýsingar hafi verið í tölvu Sigmundar þegar innbrotið átti sér stað. Róbert benti á að slík atvik hafa valdið miklum usla víðs vegar um heiminn og tók sem dæmi tölvupóstsendingar Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem töldust til þjóðaröryggismála. „Menn hljóta að spyrja eftir svörum þegar slíkar yfirlýsingar eru gerðar. Og kannast ráðherrann við að henni sé veitt eftirför eða reynt sé að brjótast inn í tölvuna hennar?“ sagði Róbert jafnframt. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í svari sínu afskaplega mikilvægt að skoða málin þegar um slíka hluti væri að ræða. Hún sagði að farið yrði yfir málið og að þau stjórnvöld sem bæru ábyrgð á því myndu gera það. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra, af haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að efni fyrirspurnar sinnar til utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Róbert benti á að Sigmundur Davíð hafi orðrétt sagt „ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra. „Og þá veltir maður fyrir sér hvaða fer í gang þegar upplýsist um slík tíðindi. Nú heyra þjoðaröryggismál undir utanríkisráðherra. Það hlýtur einhver rannsókna að fara í gang þegar um slíkt mál er að ræða,“ sagði Róbert í fyrirspurn sinni. Róbert sagði að fyrirspurnin kæmi til vegna þess að hann hefði á tilfinningunni að stjórnvöld tækju yfirlýsingu Sigmundar Davíðs frekar kæruleysislega. „Ég geri það ekki. Það er alvarlegt ef hægt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ sagði Róbert. Þá spurði hann einnig hver hefði brotist inn í tölvu Sigmundar, hvenær það hefði verið gert og hvaða rannsókn sé í gangi til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Þá vildi hann einnig vita hvaða upplýsingar hafi verið í tölvu Sigmundar þegar innbrotið átti sér stað. Róbert benti á að slík atvik hafa valdið miklum usla víðs vegar um heiminn og tók sem dæmi tölvupóstsendingar Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem töldust til þjóðaröryggismála. „Menn hljóta að spyrja eftir svörum þegar slíkar yfirlýsingar eru gerðar. Og kannast ráðherrann við að henni sé veitt eftirför eða reynt sé að brjótast inn í tölvuna hennar?“ sagði Róbert jafnframt. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í svari sínu afskaplega mikilvægt að skoða málin þegar um slíka hluti væri að ræða. Hún sagði að farið yrði yfir málið og að þau stjórnvöld sem bæru ábyrgð á því myndu gera það.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Sjá meira
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43
Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37