„Ég flýg aldrei aftur með WOW“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2016 12:09 Ingvar Geirsson hefur ekki enn fengið töskuna sína eftir sex daga dvöl í Róm. Hann og kona hans koma til landsins á morgun. Vísir/Stefán Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW. Fréttir af flugi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW.
Fréttir af flugi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent