Jón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, verður líklegast með liðinu í leiknum gegn Sviss ytra í dag eftir að hafa missti af síðustu tveimur leikjum í undankeppninni.
Hinn 33 ára gamli Jón Arnór var með liðinu í fyrsta leik undankeppni Eurobasket í sigri gegn Sviss á heimavelli en hann missti af sigurleik gegn Kýpur og tapi gegn Belgíu ytra vegna hnémeiðsla.
Fram kemur á karfan.is í dag að Jón Arnór hafi ferðast ásamt lækni landsliðsins til Valencia til þess að komast að uppruna meiðslanna og að hann sé bjartsýnn á að leika með liðinu í dag.
Tók hann þátt í æfingu liðsins á fimmtudaginn en leikur dagsins hefst klukkan 15:30 í Sviss.
Jón Arnór nær líklegast leiknum gegn Sviss í dag
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
