Það eru flestir mjög spenntir fyrir bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez en Nate Diaz er ekki einn þeirra.
Diaz gaf skít í allt og alla er hann frétti af því að þeir myndu berjast um léttvigtarbelti UFC.
„Til fjandans með þá báða. Þessar litlu tíkur eru báðar hræddar að berjast við mig. Þess vegna eru þeir að fara að berjast,“ sagði Diaz reiður og var ekki hættur. „Segið Dana svo að hætta að hanga á pungnum á Conor.“
Diaz barðist í tvígang við Conor. Vann fyrri bardagann en tapaði þeim síðari á dögunum. Ekki liggur fyrir hvað hann gerir næst.
Diaz: Conor og Alvarez eru hræddir við mig
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn