Pavel vill vera leikstjórnandi: Vil fá boltann og láta til mín taka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2016 07:00 Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira