Norðurljósaæði á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2016 13:00 Norðurljósin stigu tilkomumikinn dans yfir Íslandi í gær. Ljósmyndari Vísis, Anton Brink, var líkt og fleiri með myndavélina á lofti. visir/anton brink Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira