Afmynduð í andliti og blóðug á kynfærum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2016 14:49 Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðist á konu fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum aðfaranótt síðastliðins laugardags mun sæta gæsluvarðhaldi til laugardags. Hæstiréttur komst að þessari niðurstöðu í dag en áður hafði Héraðsdómur Suðurlands hafnað kröfu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þar sem ekki þótti rökstuddur grunur um að hafa ráðist á konuna. Hæstiréttur var á öndverðum meiði og taldi samkvæmt framburði vitna og af myndbandsupptökum að rökstuddur grunur væri fyrir hendi.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum yfir manninum, sem birtur var á vef Hæstaréttar í dag, kemur fram að konan hafi verið afar illa útleikin þegar komið var að henni á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. Vitni lýsir því þannig að hún hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Tilkynnt var um átök konunnar og mannsins til lögreglu um hálftíma áður en hringt var í Neyðarlínuna en lögreglan gat ekki svarað útkallinu vegna anna. Konan hefur enn ekki svarað spurningum lögreglu um hvað gerðist. Þá hefur hún ekki gefið heimild fyrir réttarlæknisfræðilegri skoðun á henni.Konan óþekkjanlegÍ greinargerð lögreglustjórans í Vestmannaeyjum kemur fram að tilkynning hafi borist Neyðarlínu klukkan 5:13 að morgni laugardags um slasaðan einstakling með áverka. Vitnið sem tilkynnti atvikið fór að beiðni Neyðarlínunnar að huga að konunni.Hann sagðist hafa heyrt öskur og grát í konu, farið út í glugga og séð nakta konu liggja í götunni. Dökkklæddur maður hafi staðið yfir henni. Horfði vitnið á eftir manninum ganga í burtu. „Aðkoman hafi verið skelfileg og konan óþekkjanleg,“ er haft eftir manninum í greinargerð lögreglustjórans.Konan hafi svarað til nafns en maðurinn kannaðist við hana. Föt konunnar voru út um allt, meðal annars fyrir utan hús sem maðurinn kvaðst hafa séð konuna reyna að komast inn í. Þar hafi skór hennar og buxur verið en annar klæðnaður legið nær konunni sem maðurinn hafi breitt yfir hana.Maðurinn hafi spurt konuna hver hafi gert henni þetta. Konan hafi ekki nafngreint hann. Þá hafi hún sagt manninum að vinur hennar vissi um hvern væri að ræða. Fljótlega bar lögreglu að garði en konan vildi ekki ræða við Hún hafi hins vegar ekki viljað segja neitt við lögreglu þegar hana bar að garði. Annar maður, sem hafði verið á leið til vinnu í bíl sínum, hefði borið að hafa séð konuna fyrr um nóttina reyna að komast inn til mannsins sem hún hafi nefnt.Ísköld og skalfÁverkar konunnar voru afar miklir að því er fram kemur í greinargerðinni. Hún hafi verið köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst, óróleg og frásögn hennar verið óljós. Hún hafi skolfið af kulda en þar sem hún hafi verið mjög ósamvinnuþýð hafi ekki verið hægt að mæla hita hennar. Eftir morfíngjöf hafi verið hægt að mæla hitann sem hafi verið 35,3 gráður. Ofkæling er þegar hitastig mannslíkamans fer niður fyrir 35 gráður.Hún var með mikla áverka í andlitinu, og í raun afmynduð í framan sökum þess hve marin hún var. Þá hafi hún verið blóðug um kynfæri en ekki hafi verið gerð nánari skoðun á kynfærum. Konan gat ekki opnað augun vegna bólgu og fengið fimm spor saumuð í augabrún. Roði og eymsli hafi verið á annarri rasskinn, brot í olnboga og beinbrot við auga.Lögreglustjóri telur allar líkur á að hinn grunaði hafi sparkað í höfuð hennar og vísaði til framburðar læknis. Í ljós kom að hinn grunaði var með áverka á báðum ristum.Andlitið ofan í öskubakkaMeðal rannsóknargagna er myndskeið úr öryggismyndavél sem tók upp það sem gerðist fyrir utan skemmtistaðinn frá 4:15 til 5:30. Konan og hinn grunaði sjást reglulega á upptökunum en ekki er að sjá átök þeirra á milli á upptökunni. Þar sjást þó maðurinn og konan mæta saman á veitingahúsið klukkan 4:16.Þau fara hins vegar ekki inn á staðinn heldur gengur konan í burtu og maðurinn á eftir. Þriðji maður kemur að og varnar hinn grunaði því að konan komist að hinum manninum meðal annars með því að baða út höndum.Starfsmaður á skemmtistaðnum lýsir því þannig að hann hafi fengið skilaboð um að hinn grunaði væri að slá konuna fyrir utan staðinn um klukkan hálf fimm. Hann hafi litið út um gluggann og séð hinn grunaða með konuna í einhverju taki fyrir utan staðinn. Andlit konunnar hafi verið ofan í öskubakka. Kvaðst hann hafa farið út og spurt hvað væri í gangi. Þá hafi maðurinn sleppt konunni.Orðaði starfsmaðurinn það þannig að honum virtist sem maðurinn væri að pína konuna. Konan hafi verið grátandi. Maðurinn hafi gefið þá skýringu að konan hafi hótað að brjóta rúðu. Hann hafi sleppt henni og hún dottið á rassinn. Vitnið sá manninn aldrei berja konuna, aðeins séð hana með hana í taki. Þá hafi hann ekki séð neina áverka eða blóð á konunni.Starfsmaðurinn tilkynnti átökin til lögreglu símleiðis klukkan 04:39 en vegna anna hafi lögreglan ekki getað sinnt útkallinu. Dökkklæddur maðurFyrrnefnd vitni sem var á leið til vinnu sínar í bíl um klukkan 5, og var annar til að koma að konunni nakinni, greinir frá því að ungur maður hafi komið hlaupandi og spurt hvort hann hafi séð stelpu á ferð. Bílstjórinn svaraði neitandi.Maðurinn hafi litið inn í bílinn en síðan sagst sjá hana og hafi maðurinn þá einnig séð konuna. Bílstjórinn lýsir því að maðurinn hafi reynt að ræða við konuna sem hafi ekki virst vilja tala við hann. Stúlkan hafi gengið í burtu, yfir götuna og í áttina að sjúkrahúsinu og maðurinn á eftir.Meira hefði bílstjórinn ekki séð og ekið í vinnuna. Bílstjórinn lýsir manninum sem ungum, grönnum og dökkhærðum með greitt aftur frá enni. Þá var hann með svart skegg, nokkurra daga alskegg. Maðurinn hafi verið í frekar dökkri flík, úlpu eða jakka. Hann sagðist ekki treysta sér til að bera kennsl á manninn ef hann sæi hann aftur enda væri hann ómannglöggur.Gekk pollrólegur í burtuMaðurinn sem kom að konunni nakinni, eftir að hafa sjálfur hringt í Neyðarlínuna, sagði manninn sem hann hefði séð ganga í burtu frá grátandi konunni vera dökkklæddan. Göngulagið hefði verið sjálfsöruggt, hann hefði gengið pollrólegur og reykjandi í burtu frá henni.Hann hefði líklega verið hávaxnari en konan, um 1,70 til 1,80 á hæð, en ekki með sjáanlegt skegg. Líklega hefði hann verið með dökka húfu. Neitar sök Hinn grunaði neitar sök og segist aðeins hafa reynt að verja þriðja mann gegn dólgslátum konunnar. Hann kvaðst hafa tekið í konuna og haldið upp við vegg. Þegar hún hafi sparkað hafi hún sett konuna niður í keng. Hann hafi hins vegar sleppt henni þegar dyraverðirnir komu að.Í framhaldinu hafi hann gengið heim á leið og ekki átt frekari afskipti við konuna. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu klukkan 5:50. Sambýliskona mannsins hafi greint lögreglu frá því að ekki hafi verið langt síðan maðurinn kom heim. Hinn grunaði verður sem fyrr segir í gæsluvarðhaldi til laugardags á grundvelli rannsóknarhagsmuna en lögreglustjóri telur mikilvægt að honum gefist ekki færi til þess að hafa áhrif á vitnisburð vitna. Enn á eftir að ljúka rannsókn á fatnaði hins grunaða og sömuleiðis hafa enn ekki gefist færi á að bjóða vitnum upp á myndbendingu til að athuga hvort þau beri kennsl á hinn grunaða. Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Líkamsárásin í Eyjum: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Grunaður um stórfellda líkamsárás og nauðgun. 21. september 2016 13:09 Líkamsárás til rannsóknar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardagsins síðastliðinn. 20. september 2016 17:36 Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær. 21. september 2016 07:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðist á konu fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum aðfaranótt síðastliðins laugardags mun sæta gæsluvarðhaldi til laugardags. Hæstiréttur komst að þessari niðurstöðu í dag en áður hafði Héraðsdómur Suðurlands hafnað kröfu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þar sem ekki þótti rökstuddur grunur um að hafa ráðist á konuna. Hæstiréttur var á öndverðum meiði og taldi samkvæmt framburði vitna og af myndbandsupptökum að rökstuddur grunur væri fyrir hendi.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum yfir manninum, sem birtur var á vef Hæstaréttar í dag, kemur fram að konan hafi verið afar illa útleikin þegar komið var að henni á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. Vitni lýsir því þannig að hún hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Tilkynnt var um átök konunnar og mannsins til lögreglu um hálftíma áður en hringt var í Neyðarlínuna en lögreglan gat ekki svarað útkallinu vegna anna. Konan hefur enn ekki svarað spurningum lögreglu um hvað gerðist. Þá hefur hún ekki gefið heimild fyrir réttarlæknisfræðilegri skoðun á henni.Konan óþekkjanlegÍ greinargerð lögreglustjórans í Vestmannaeyjum kemur fram að tilkynning hafi borist Neyðarlínu klukkan 5:13 að morgni laugardags um slasaðan einstakling með áverka. Vitnið sem tilkynnti atvikið fór að beiðni Neyðarlínunnar að huga að konunni.Hann sagðist hafa heyrt öskur og grát í konu, farið út í glugga og séð nakta konu liggja í götunni. Dökkklæddur maður hafi staðið yfir henni. Horfði vitnið á eftir manninum ganga í burtu. „Aðkoman hafi verið skelfileg og konan óþekkjanleg,“ er haft eftir manninum í greinargerð lögreglustjórans.Konan hafi svarað til nafns en maðurinn kannaðist við hana. Föt konunnar voru út um allt, meðal annars fyrir utan hús sem maðurinn kvaðst hafa séð konuna reyna að komast inn í. Þar hafi skór hennar og buxur verið en annar klæðnaður legið nær konunni sem maðurinn hafi breitt yfir hana.Maðurinn hafi spurt konuna hver hafi gert henni þetta. Konan hafi ekki nafngreint hann. Þá hafi hún sagt manninum að vinur hennar vissi um hvern væri að ræða. Fljótlega bar lögreglu að garði en konan vildi ekki ræða við Hún hafi hins vegar ekki viljað segja neitt við lögreglu þegar hana bar að garði. Annar maður, sem hafði verið á leið til vinnu í bíl sínum, hefði borið að hafa séð konuna fyrr um nóttina reyna að komast inn til mannsins sem hún hafi nefnt.Ísköld og skalfÁverkar konunnar voru afar miklir að því er fram kemur í greinargerðinni. Hún hafi verið köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst, óróleg og frásögn hennar verið óljós. Hún hafi skolfið af kulda en þar sem hún hafi verið mjög ósamvinnuþýð hafi ekki verið hægt að mæla hita hennar. Eftir morfíngjöf hafi verið hægt að mæla hitann sem hafi verið 35,3 gráður. Ofkæling er þegar hitastig mannslíkamans fer niður fyrir 35 gráður.Hún var með mikla áverka í andlitinu, og í raun afmynduð í framan sökum þess hve marin hún var. Þá hafi hún verið blóðug um kynfæri en ekki hafi verið gerð nánari skoðun á kynfærum. Konan gat ekki opnað augun vegna bólgu og fengið fimm spor saumuð í augabrún. Roði og eymsli hafi verið á annarri rasskinn, brot í olnboga og beinbrot við auga.Lögreglustjóri telur allar líkur á að hinn grunaði hafi sparkað í höfuð hennar og vísaði til framburðar læknis. Í ljós kom að hinn grunaði var með áverka á báðum ristum.Andlitið ofan í öskubakkaMeðal rannsóknargagna er myndskeið úr öryggismyndavél sem tók upp það sem gerðist fyrir utan skemmtistaðinn frá 4:15 til 5:30. Konan og hinn grunaði sjást reglulega á upptökunum en ekki er að sjá átök þeirra á milli á upptökunni. Þar sjást þó maðurinn og konan mæta saman á veitingahúsið klukkan 4:16.Þau fara hins vegar ekki inn á staðinn heldur gengur konan í burtu og maðurinn á eftir. Þriðji maður kemur að og varnar hinn grunaði því að konan komist að hinum manninum meðal annars með því að baða út höndum.Starfsmaður á skemmtistaðnum lýsir því þannig að hann hafi fengið skilaboð um að hinn grunaði væri að slá konuna fyrir utan staðinn um klukkan hálf fimm. Hann hafi litið út um gluggann og séð hinn grunaða með konuna í einhverju taki fyrir utan staðinn. Andlit konunnar hafi verið ofan í öskubakka. Kvaðst hann hafa farið út og spurt hvað væri í gangi. Þá hafi maðurinn sleppt konunni.Orðaði starfsmaðurinn það þannig að honum virtist sem maðurinn væri að pína konuna. Konan hafi verið grátandi. Maðurinn hafi gefið þá skýringu að konan hafi hótað að brjóta rúðu. Hann hafi sleppt henni og hún dottið á rassinn. Vitnið sá manninn aldrei berja konuna, aðeins séð hana með hana í taki. Þá hafi hann ekki séð neina áverka eða blóð á konunni.Starfsmaðurinn tilkynnti átökin til lögreglu símleiðis klukkan 04:39 en vegna anna hafi lögreglan ekki getað sinnt útkallinu. Dökkklæddur maðurFyrrnefnd vitni sem var á leið til vinnu sínar í bíl um klukkan 5, og var annar til að koma að konunni nakinni, greinir frá því að ungur maður hafi komið hlaupandi og spurt hvort hann hafi séð stelpu á ferð. Bílstjórinn svaraði neitandi.Maðurinn hafi litið inn í bílinn en síðan sagst sjá hana og hafi maðurinn þá einnig séð konuna. Bílstjórinn lýsir því að maðurinn hafi reynt að ræða við konuna sem hafi ekki virst vilja tala við hann. Stúlkan hafi gengið í burtu, yfir götuna og í áttina að sjúkrahúsinu og maðurinn á eftir.Meira hefði bílstjórinn ekki séð og ekið í vinnuna. Bílstjórinn lýsir manninum sem ungum, grönnum og dökkhærðum með greitt aftur frá enni. Þá var hann með svart skegg, nokkurra daga alskegg. Maðurinn hafi verið í frekar dökkri flík, úlpu eða jakka. Hann sagðist ekki treysta sér til að bera kennsl á manninn ef hann sæi hann aftur enda væri hann ómannglöggur.Gekk pollrólegur í burtuMaðurinn sem kom að konunni nakinni, eftir að hafa sjálfur hringt í Neyðarlínuna, sagði manninn sem hann hefði séð ganga í burtu frá grátandi konunni vera dökkklæddan. Göngulagið hefði verið sjálfsöruggt, hann hefði gengið pollrólegur og reykjandi í burtu frá henni.Hann hefði líklega verið hávaxnari en konan, um 1,70 til 1,80 á hæð, en ekki með sjáanlegt skegg. Líklega hefði hann verið með dökka húfu. Neitar sök Hinn grunaði neitar sök og segist aðeins hafa reynt að verja þriðja mann gegn dólgslátum konunnar. Hann kvaðst hafa tekið í konuna og haldið upp við vegg. Þegar hún hafi sparkað hafi hún sett konuna niður í keng. Hann hafi hins vegar sleppt henni þegar dyraverðirnir komu að.Í framhaldinu hafi hann gengið heim á leið og ekki átt frekari afskipti við konuna. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu klukkan 5:50. Sambýliskona mannsins hafi greint lögreglu frá því að ekki hafi verið langt síðan maðurinn kom heim. Hinn grunaði verður sem fyrr segir í gæsluvarðhaldi til laugardags á grundvelli rannsóknarhagsmuna en lögreglustjóri telur mikilvægt að honum gefist ekki færi til þess að hafa áhrif á vitnisburð vitna. Enn á eftir að ljúka rannsókn á fatnaði hins grunaða og sömuleiðis hafa enn ekki gefist færi á að bjóða vitnum upp á myndbendingu til að athuga hvort þau beri kennsl á hinn grunaða.
Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Líkamsárásin í Eyjum: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Grunaður um stórfellda líkamsárás og nauðgun. 21. september 2016 13:09 Líkamsárás til rannsóknar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardagsins síðastliðinn. 20. september 2016 17:36 Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær. 21. september 2016 07:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Líkamsárásin í Eyjum: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Grunaður um stórfellda líkamsárás og nauðgun. 21. september 2016 13:09
Líkamsárás til rannsóknar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardagsins síðastliðinn. 20. september 2016 17:36
Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær. 21. september 2016 07:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent