Opnun HÖFÐA Friðarseturs Dagur B Eggertsson og Jón Atli Benediktsson skrifar 7. október 2016 00:00 Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upphafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafnvægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Í dag blasir við breytt landslag. Leiðtogar stórvelda hafa heiminn ekki í höndum sér á sama hátt og þá. Borgir hafa í auknum mæli áhrif á alþjóðavettvangi og vald einstaklingsins hefur aukist, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Þessar breytingar í samfélagi nútímans kalla á eflingu rannsókna og fræðslu og þar hefur háskólasamfélagið mikilvægu hlutverki að gegna. Samfélag sem hefur frið og öryggi í öndvegi byggir á virkri og upplýstri umræðu, sem mikilvægt er að allir taki þátt í. Í dag, föstudaginn 7. október, hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Friðarsetrinu er þannig ætlað að vera vettvangur fyrir það samtal sem við viljum eiga um hlutverk borga, smáríkja og borgara í að stuðla að friði. Eitt af fyrstu verkefnum setursins verður að halda sumarnámskeið fyrir börn af ólíkum uppruna þar sem börnunum gefst tækifæri til að læra hvert af öðru og móta saman hugmyndir um hvernig hægt sé að byggja upp friðsamlegra og betra samfélag án fordóma og mismununar. Með því að efla færni barna í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt er hægt að vinna markvisst að því langtímamarkmiði að byggja upp friðarmenningu, sem síðar mun skila sér út í samfélagið í heild. Við bindum miklar vonir við HÖFÐA Friðarsetur og hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða setursins á fyrstu starfsárum þess. Það skiptir máli að við vinnum öll að friði, ekki bara leiðtogar stórvelda. Málþingið er opið öllum og hefst kl. 13.00.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upphafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafnvægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Í dag blasir við breytt landslag. Leiðtogar stórvelda hafa heiminn ekki í höndum sér á sama hátt og þá. Borgir hafa í auknum mæli áhrif á alþjóðavettvangi og vald einstaklingsins hefur aukist, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Þessar breytingar í samfélagi nútímans kalla á eflingu rannsókna og fræðslu og þar hefur háskólasamfélagið mikilvægu hlutverki að gegna. Samfélag sem hefur frið og öryggi í öndvegi byggir á virkri og upplýstri umræðu, sem mikilvægt er að allir taki þátt í. Í dag, föstudaginn 7. október, hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Friðarsetrinu er þannig ætlað að vera vettvangur fyrir það samtal sem við viljum eiga um hlutverk borga, smáríkja og borgara í að stuðla að friði. Eitt af fyrstu verkefnum setursins verður að halda sumarnámskeið fyrir börn af ólíkum uppruna þar sem börnunum gefst tækifæri til að læra hvert af öðru og móta saman hugmyndir um hvernig hægt sé að byggja upp friðsamlegra og betra samfélag án fordóma og mismununar. Með því að efla færni barna í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt er hægt að vinna markvisst að því langtímamarkmiði að byggja upp friðarmenningu, sem síðar mun skila sér út í samfélagið í heild. Við bindum miklar vonir við HÖFÐA Friðarsetur og hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða setursins á fyrstu starfsárum þess. Það skiptir máli að við vinnum öll að friði, ekki bara leiðtogar stórvelda. Málþingið er opið öllum og hefst kl. 13.00.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar