Fullyrða að framandi Framsóknarmenn Sigmundar hafi verið Kínverjar Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2016 13:03 Sigmundur Davíð við Hagatorg umkringdur fréttamönnum og ljósmyndurum. visir/anton brink Því er haldið fram að einu rúturnar sem komu að Háskólabíói áður en formannskjör Framsóknarmanna fór þar fram, hafi verið rútur sem voru að ferja kínverska ferðamenn.Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Norðurkjördæmi austur, þess efnis að skömmu áður en til kosninga kom í formannskjöri, hvar hann tókst á við Sigurð Inga, þess efnis að rútur hafi komið að Háskólabíói, hafa vakið nokkra furðu. Og út hafi streymt fólk sem hann hafði aldrei séð fyrr. Sigmundur Davíð gerir því skóna að þetta fólk hafi kosið í formannskjörinu og þá væntanlega Sigurð Inga Jóhannsson?Málið sem vakið hefur upp spurningar er til umfjöllunar bæði á Twitter og Facebook. Fáir kannast við dularfullar rútuferðir við Hagatorg um klukkan ellefu síðastliðinn sunnudag.„Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Enginn annar hefur gefið sig fram sem kannast við rútur framandi Framsóknarmanna. Og nú er kominn nýr og afar óvæntur flötur á þetta mál sem vakið hefur spurningar. Theódór Ingi Ólafsson, sem starfar í ferðaþjónustu hér á landi, er leiðsögumaður og fjölmiðlafræðingur, heldur því fram á Twitter að einu rúturnar sem voru á ferð við Hagatorg um klukkan ellefu á sunnudag hafi verið að ferja kínverska túrista. Hann hefur þetta eftir öðrum rútubílstjóranum en ferðamennirnir voru á leið í Hótel Sögu sem stendur gegnt Háskólabíói. „Já, samkvæmt þessum bílstjóra sem ég talaði við. Hann fullyrti það að hann hafi verið þarna á svæðinu, frá SBA (Sérleyfisbílar Akureyrar) og annar til. Hann sagði að þarna hafi engar aðrar rútur verið og ég hef enga ástæðu til að trúa honum ekki,“ segir Theódór Ingi í stuttu samtali við Vísi. Málið er einnig til umræðu í Facebook-hópi sem heitir Rútu og hópferðabifreiðaáhugamenn, en eins og nafnið gefur til kynna fylgjast menn þar grannt með ferðum langferðarbifreiða. Þar tekur til máls maður að nafni Kristján Arnarson sem virðist þekkja vel til:Á Facebook reyna menn að brjóta til mergjar hvaða rútur voru á ferli við Hagatorg á sunnudaginn síðasta.„Það voru þrjár rútur frá SBA við Sögu á þessum tíma með Kanadíska Kínverja. – En hvort þeir hafa kosið veit ég ekkert um.“ Svo öllu sé skilmerkilega til haga haldið skal tekið fram að umræða sem sprottið hefur í tengslum við þetta atriði í frásögn Sigmundar Davíðs hefur reynst á mjög grínaktugum nótum, þó það útaf fyrir sig gefi ekki tilefni til að efast um þær upplýsingar sem hafa verið settar fram um rútuferðir við Hagatorg að morgni sunnudags. Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Allt annað barn eftir nokkrar vikur í Suður-Afríku Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Því er haldið fram að einu rúturnar sem komu að Háskólabíói áður en formannskjör Framsóknarmanna fór þar fram, hafi verið rútur sem voru að ferja kínverska ferðamenn.Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Norðurkjördæmi austur, þess efnis að skömmu áður en til kosninga kom í formannskjöri, hvar hann tókst á við Sigurð Inga, þess efnis að rútur hafi komið að Háskólabíói, hafa vakið nokkra furðu. Og út hafi streymt fólk sem hann hafði aldrei séð fyrr. Sigmundur Davíð gerir því skóna að þetta fólk hafi kosið í formannskjörinu og þá væntanlega Sigurð Inga Jóhannsson?Málið sem vakið hefur upp spurningar er til umfjöllunar bæði á Twitter og Facebook. Fáir kannast við dularfullar rútuferðir við Hagatorg um klukkan ellefu síðastliðinn sunnudag.„Svo allt í einu, þegar kominn var sunnudagur og klukkan orðin ellefu, þá komu rúturnar upp að Háskólabíói og birtist mikill fjöldi fólks sem ég hef aldrei séð áður þann tíma sem ég hef starfað í flokknum,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Enginn annar hefur gefið sig fram sem kannast við rútur framandi Framsóknarmanna. Og nú er kominn nýr og afar óvæntur flötur á þetta mál sem vakið hefur spurningar. Theódór Ingi Ólafsson, sem starfar í ferðaþjónustu hér á landi, er leiðsögumaður og fjölmiðlafræðingur, heldur því fram á Twitter að einu rúturnar sem voru á ferð við Hagatorg um klukkan ellefu á sunnudag hafi verið að ferja kínverska túrista. Hann hefur þetta eftir öðrum rútubílstjóranum en ferðamennirnir voru á leið í Hótel Sögu sem stendur gegnt Háskólabíói. „Já, samkvæmt þessum bílstjóra sem ég talaði við. Hann fullyrti það að hann hafi verið þarna á svæðinu, frá SBA (Sérleyfisbílar Akureyrar) og annar til. Hann sagði að þarna hafi engar aðrar rútur verið og ég hef enga ástæðu til að trúa honum ekki,“ segir Theódór Ingi í stuttu samtali við Vísi. Málið er einnig til umræðu í Facebook-hópi sem heitir Rútu og hópferðabifreiðaáhugamenn, en eins og nafnið gefur til kynna fylgjast menn þar grannt með ferðum langferðarbifreiða. Þar tekur til máls maður að nafni Kristján Arnarson sem virðist þekkja vel til:Á Facebook reyna menn að brjóta til mergjar hvaða rútur voru á ferli við Hagatorg á sunnudaginn síðasta.„Það voru þrjár rútur frá SBA við Sögu á þessum tíma með Kanadíska Kínverja. – En hvort þeir hafa kosið veit ég ekkert um.“ Svo öllu sé skilmerkilega til haga haldið skal tekið fram að umræða sem sprottið hefur í tengslum við þetta atriði í frásögn Sigmundar Davíðs hefur reynst á mjög grínaktugum nótum, þó það útaf fyrir sig gefi ekki tilefni til að efast um þær upplýsingar sem hafa verið settar fram um rútuferðir við Hagatorg að morgni sunnudags.
Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Allt annað barn eftir nokkrar vikur í Suður-Afríku Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30
Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. 5. október 2016 11:25