Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur lent í ýmsu skrýtnu á ferli sínum.
Hann lenti meðal annars í því að herbergisþerna á hóteli vakti hann með strokum. Murray átti síðar eftir að komast að því að þar var eltihrellir á ferðinni.
„Ég var sofandi á hóteli og með skilti á hurðinni að það ætti ekki að trufla mig. Hún kom inn og byrjaði að strjúka á mér handlegginn klukkan sjö um morguninn. Þá var ég enn sofandi,“ sagði Murray.
Hann sagðist síðan hafa séð þessa sömu konu á mótum í bæði Barcelona og Rotterdam.
„Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem aðdáendur gera en þetta er ansi langt gengið.“
Vaknaði við að herbergisþerna var að strjúka honum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



