Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur lent í ýmsu skrýtnu á ferli sínum.
Hann lenti meðal annars í því að herbergisþerna á hóteli vakti hann með strokum. Murray átti síðar eftir að komast að því að þar var eltihrellir á ferðinni.
„Ég var sofandi á hóteli og með skilti á hurðinni að það ætti ekki að trufla mig. Hún kom inn og byrjaði að strjúka á mér handlegginn klukkan sjö um morguninn. Þá var ég enn sofandi,“ sagði Murray.
Hann sagðist síðan hafa séð þessa sömu konu á mótum í bæði Barcelona og Rotterdam.
„Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem aðdáendur gera en þetta er ansi langt gengið.“
