Gistiheimili á Húsafelli vill ekki deila bílastæðum með nýju legsteinasafni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2016 07:00 Páll á Húsafelli í grunni fyrirhugaðs legsteinasafns sem eigandi gistiheimilis í gamla Húsafellsbænum í baksýn kærði. vísir/vilhelm „Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ segir Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli. Legsteinn séra Gríms Jónssonar sem lést 1650 er mikill dýrgripur og er ætlaður sess sem höfuðdjásn í nýju legsteinasafni, segir Páll á Húsafelli.vísir/vilhelm Ekki á eingöngu að byggja yfir legsteinasafnið heldur líka að taka í gagnið pakkhús sem flutt hefur verið í Húsafell neðan úr Borgarnesi. Það fær nafnið Steinharpan og í því verða steinhörpur Páls. „Þar verða meðal annars Sigurrósarharpan sem var í Hrafnagaldrinum og líka Írland-Ísland harpan,“ útskýrir hann. Deiliskipulag lóðarinnar undir byggingarnar og byggingarleyfi vegna legsteinahússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Um 40 metrar verða milli húsanna. Úrskurðarnefndin segir kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnar því jafnframt að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Sæmundur telji að aðkoma að gistiheimilinu og bílastæðum verði tekin í burtu og að stæðin verði augljóslega notuð af gestum safnsins. Hann vilji stækka gistiheimilið en það verði ómögulegt ef safnið rís og hann verði af miklum tekjum. „Jafnframt verði erfitt að reka gistiheimili í nálægð við mikinn átroðning safngesta á hlaði gistiheimilisins.“ Haukur Ásgeirsson, bróðir og talsmaður Sæmundar, segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið kærð. Að sögn Hauks gerði Sæmundur athugasemd við að vegna deiliskipulagsins hafi uppbyggingin verið kynnt á lögheimili Páls en ekki á þeim skika sem hann eignaðist á árinu 2013. Þeim sem stóðu að gerð deiliskipulagsins hafi verið ljóst að Sæmundur myndi aldrei samþykkja þessa breytingu á notkun sameiginlega svæðisins. Í afsali vegna kaupa Páls á spildunni er kvöð um bílastæði fyrir gamla bæinn og að hann skuldbindi sig til að taka tillit til þess við framtíðarskipulag lóðarinnar. Bæjargilið ofan við Húsafellsbæinn er gjöfult á grjót fyrir listamenn.vísir/vilhelm Borgarbyggð, sem gaf út byggingarleyfið og samþykkti skipulagið, segir að þrátt fyrir að rangt landnúmer hafi verið gefið upp í kynntum uppdrætti hafi verið gerð grein fyrir heiti jarðanna á svæðinu, lóðamörkum og heiti húsa á lóðunum. Páll segir safnið munu hýsa marga legsteina, meðal annars úr kirkjunni á Húsafelli. „Einn steinninn í kirkjunni til dæmis er ótrúlega mikill dýrgripur. Hann er á þremur tungumálum,“ segir hann. Þar er um að ræða legstein Gríms Jónssonar sem var prestur á Húsafelli og lést árið 1650. „Það er draumurinn að geta sýnt þennan stein svo menn geti séð Bæjargilið út um gluggann,“ segir Páll. Legsteinn Gríms er einmitt úr rauðagrjóti úr Bæjargilinu eins og á við um efnivið Páls sjálfs í höggmyndagerðinni. „Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeðurnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru.“ Páll vinnur að því að gera upp pakkhús sem fyrr á árum var í eigu Kaupfélags Borgnesinga. Steinhörpur Páls verða í húsinu.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ segir Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli. Legsteinn séra Gríms Jónssonar sem lést 1650 er mikill dýrgripur og er ætlaður sess sem höfuðdjásn í nýju legsteinasafni, segir Páll á Húsafelli.vísir/vilhelm Ekki á eingöngu að byggja yfir legsteinasafnið heldur líka að taka í gagnið pakkhús sem flutt hefur verið í Húsafell neðan úr Borgarnesi. Það fær nafnið Steinharpan og í því verða steinhörpur Páls. „Þar verða meðal annars Sigurrósarharpan sem var í Hrafnagaldrinum og líka Írland-Ísland harpan,“ útskýrir hann. Deiliskipulag lóðarinnar undir byggingarnar og byggingarleyfi vegna legsteinahússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Um 40 metrar verða milli húsanna. Úrskurðarnefndin segir kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnar því jafnframt að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Sæmundur telji að aðkoma að gistiheimilinu og bílastæðum verði tekin í burtu og að stæðin verði augljóslega notuð af gestum safnsins. Hann vilji stækka gistiheimilið en það verði ómögulegt ef safnið rís og hann verði af miklum tekjum. „Jafnframt verði erfitt að reka gistiheimili í nálægð við mikinn átroðning safngesta á hlaði gistiheimilisins.“ Haukur Ásgeirsson, bróðir og talsmaður Sæmundar, segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið kærð. Að sögn Hauks gerði Sæmundur athugasemd við að vegna deiliskipulagsins hafi uppbyggingin verið kynnt á lögheimili Páls en ekki á þeim skika sem hann eignaðist á árinu 2013. Þeim sem stóðu að gerð deiliskipulagsins hafi verið ljóst að Sæmundur myndi aldrei samþykkja þessa breytingu á notkun sameiginlega svæðisins. Í afsali vegna kaupa Páls á spildunni er kvöð um bílastæði fyrir gamla bæinn og að hann skuldbindi sig til að taka tillit til þess við framtíðarskipulag lóðarinnar. Bæjargilið ofan við Húsafellsbæinn er gjöfult á grjót fyrir listamenn.vísir/vilhelm Borgarbyggð, sem gaf út byggingarleyfið og samþykkti skipulagið, segir að þrátt fyrir að rangt landnúmer hafi verið gefið upp í kynntum uppdrætti hafi verið gerð grein fyrir heiti jarðanna á svæðinu, lóðamörkum og heiti húsa á lóðunum. Páll segir safnið munu hýsa marga legsteina, meðal annars úr kirkjunni á Húsafelli. „Einn steinninn í kirkjunni til dæmis er ótrúlega mikill dýrgripur. Hann er á þremur tungumálum,“ segir hann. Þar er um að ræða legstein Gríms Jónssonar sem var prestur á Húsafelli og lést árið 1650. „Það er draumurinn að geta sýnt þennan stein svo menn geti séð Bæjargilið út um gluggann,“ segir Páll. Legsteinn Gríms er einmitt úr rauðagrjóti úr Bæjargilinu eins og á við um efnivið Páls sjálfs í höggmyndagerðinni. „Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeðurnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru.“ Páll vinnur að því að gera upp pakkhús sem fyrr á árum var í eigu Kaupfélags Borgnesinga. Steinhörpur Páls verða í húsinu.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira