Gistiheimili á Húsafelli vill ekki deila bílastæðum með nýju legsteinasafni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2016 07:00 Páll á Húsafelli í grunni fyrirhugaðs legsteinasafns sem eigandi gistiheimilis í gamla Húsafellsbænum í baksýn kærði. vísir/vilhelm „Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ segir Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli. Legsteinn séra Gríms Jónssonar sem lést 1650 er mikill dýrgripur og er ætlaður sess sem höfuðdjásn í nýju legsteinasafni, segir Páll á Húsafelli.vísir/vilhelm Ekki á eingöngu að byggja yfir legsteinasafnið heldur líka að taka í gagnið pakkhús sem flutt hefur verið í Húsafell neðan úr Borgarnesi. Það fær nafnið Steinharpan og í því verða steinhörpur Páls. „Þar verða meðal annars Sigurrósarharpan sem var í Hrafnagaldrinum og líka Írland-Ísland harpan,“ útskýrir hann. Deiliskipulag lóðarinnar undir byggingarnar og byggingarleyfi vegna legsteinahússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Um 40 metrar verða milli húsanna. Úrskurðarnefndin segir kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnar því jafnframt að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Sæmundur telji að aðkoma að gistiheimilinu og bílastæðum verði tekin í burtu og að stæðin verði augljóslega notuð af gestum safnsins. Hann vilji stækka gistiheimilið en það verði ómögulegt ef safnið rís og hann verði af miklum tekjum. „Jafnframt verði erfitt að reka gistiheimili í nálægð við mikinn átroðning safngesta á hlaði gistiheimilisins.“ Haukur Ásgeirsson, bróðir og talsmaður Sæmundar, segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið kærð. Að sögn Hauks gerði Sæmundur athugasemd við að vegna deiliskipulagsins hafi uppbyggingin verið kynnt á lögheimili Páls en ekki á þeim skika sem hann eignaðist á árinu 2013. Þeim sem stóðu að gerð deiliskipulagsins hafi verið ljóst að Sæmundur myndi aldrei samþykkja þessa breytingu á notkun sameiginlega svæðisins. Í afsali vegna kaupa Páls á spildunni er kvöð um bílastæði fyrir gamla bæinn og að hann skuldbindi sig til að taka tillit til þess við framtíðarskipulag lóðarinnar. Bæjargilið ofan við Húsafellsbæinn er gjöfult á grjót fyrir listamenn.vísir/vilhelm Borgarbyggð, sem gaf út byggingarleyfið og samþykkti skipulagið, segir að þrátt fyrir að rangt landnúmer hafi verið gefið upp í kynntum uppdrætti hafi verið gerð grein fyrir heiti jarðanna á svæðinu, lóðamörkum og heiti húsa á lóðunum. Páll segir safnið munu hýsa marga legsteina, meðal annars úr kirkjunni á Húsafelli. „Einn steinninn í kirkjunni til dæmis er ótrúlega mikill dýrgripur. Hann er á þremur tungumálum,“ segir hann. Þar er um að ræða legstein Gríms Jónssonar sem var prestur á Húsafelli og lést árið 1650. „Það er draumurinn að geta sýnt þennan stein svo menn geti séð Bæjargilið út um gluggann,“ segir Páll. Legsteinn Gríms er einmitt úr rauðagrjóti úr Bæjargilinu eins og á við um efnivið Páls sjálfs í höggmyndagerðinni. „Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeðurnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru.“ Páll vinnur að því að gera upp pakkhús sem fyrr á árum var í eigu Kaupfélags Borgnesinga. Steinhörpur Páls verða í húsinu.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ segir Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli. Legsteinn séra Gríms Jónssonar sem lést 1650 er mikill dýrgripur og er ætlaður sess sem höfuðdjásn í nýju legsteinasafni, segir Páll á Húsafelli.vísir/vilhelm Ekki á eingöngu að byggja yfir legsteinasafnið heldur líka að taka í gagnið pakkhús sem flutt hefur verið í Húsafell neðan úr Borgarnesi. Það fær nafnið Steinharpan og í því verða steinhörpur Páls. „Þar verða meðal annars Sigurrósarharpan sem var í Hrafnagaldrinum og líka Írland-Ísland harpan,“ útskýrir hann. Deiliskipulag lóðarinnar undir byggingarnar og byggingarleyfi vegna legsteinahússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Um 40 metrar verða milli húsanna. Úrskurðarnefndin segir kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnar því jafnframt að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að Sæmundur telji að aðkoma að gistiheimilinu og bílastæðum verði tekin í burtu og að stæðin verði augljóslega notuð af gestum safnsins. Hann vilji stækka gistiheimilið en það verði ómögulegt ef safnið rís og hann verði af miklum tekjum. „Jafnframt verði erfitt að reka gistiheimili í nálægð við mikinn átroðning safngesta á hlaði gistiheimilisins.“ Haukur Ásgeirsson, bróðir og talsmaður Sæmundar, segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið kærð. Að sögn Hauks gerði Sæmundur athugasemd við að vegna deiliskipulagsins hafi uppbyggingin verið kynnt á lögheimili Páls en ekki á þeim skika sem hann eignaðist á árinu 2013. Þeim sem stóðu að gerð deiliskipulagsins hafi verið ljóst að Sæmundur myndi aldrei samþykkja þessa breytingu á notkun sameiginlega svæðisins. Í afsali vegna kaupa Páls á spildunni er kvöð um bílastæði fyrir gamla bæinn og að hann skuldbindi sig til að taka tillit til þess við framtíðarskipulag lóðarinnar. Bæjargilið ofan við Húsafellsbæinn er gjöfult á grjót fyrir listamenn.vísir/vilhelm Borgarbyggð, sem gaf út byggingarleyfið og samþykkti skipulagið, segir að þrátt fyrir að rangt landnúmer hafi verið gefið upp í kynntum uppdrætti hafi verið gerð grein fyrir heiti jarðanna á svæðinu, lóðamörkum og heiti húsa á lóðunum. Páll segir safnið munu hýsa marga legsteina, meðal annars úr kirkjunni á Húsafelli. „Einn steinninn í kirkjunni til dæmis er ótrúlega mikill dýrgripur. Hann er á þremur tungumálum,“ segir hann. Þar er um að ræða legstein Gríms Jónssonar sem var prestur á Húsafelli og lést árið 1650. „Það er draumurinn að geta sýnt þennan stein svo menn geti séð Bæjargilið út um gluggann,“ segir Páll. Legsteinn Gríms er einmitt úr rauðagrjóti úr Bæjargilinu eins og á við um efnivið Páls sjálfs í höggmyndagerðinni. „Það þarf að sýna virðingu fyrir sögunni og því sem forfeðurnir gerðu svo fallega. Sagan skiptir miklu meira máli en peningar og allt það, í raun og veru.“ Páll vinnur að því að gera upp pakkhús sem fyrr á árum var í eigu Kaupfélags Borgnesinga. Steinhörpur Páls verða í húsinu.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira