Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2016 15:15 Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011. Nóbelsverðlaun Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira