Spilling er skiljanleg Jón Þór Ólafsson skrifar 1. október 2016 07:00 Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun