Rétta liðið? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 1. október 2016 07:00 Það er stundum talað um að stjórnmálaflokkar eigi ákveðið kjarnafylgi. Mér hefur alltaf þótt það svoldið óþægileg tilhugsun að slíkt skuli yfirhöfuð vera til og það sem er kannski enn verra að hjá sumum stjórnmálaöflum hefur þetta kjarnafylgi verið talið á bilinu 10-20%! En hvað er kjarnafylgi? Jú, það er það fylgi sem stjórnmálaafl getur gengið að vísu sama hvað bjátar á. Svona svipað og að halda með íþróttaliði. Ég t.d. held með Liverpool, það er ekki alltaf búið að vera auðvelt, en ég held samt með þeim og mun alltaf gera. Það kannski gerir mér ekki alltaf gott, sérstaklega ekki þegar illa gengur, en það hefur bara áhrif á mig og mig einan. Að „halda“ með stjórnmálaflokki er hins vegar aldrei gott. Það færir þeim sem eru í forystu á hverjum tíma völd sem hægt er að misnota án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Flokkurinn fær alltaf sinn skerf af atkvæðum frá dyggum stuðningsmönnum og aðhaldið sem hverjum stjórnmálamanni og flokki er nauðsynlegt minnkar og jafnvel hverfur. Þar af leiðandi höfum við verið að horfa upp á það undanfarin ár og áratugi að stjórnmálamenn sækja umboð sitt til almennings með loforðaflaumi rétt á meðan á kosningabaráttunni stendur til þess eins að svíkja þau jafnharðan og halda áfram að verja hagsmuni fárra á kostnað heildarinnar á komandi kjörtímabili. Slæmt fyrir samfélagið Stundum fæ ég það á tilfinninguna að sumt af þessu fólki sem myndar þetta svokallaða kjarnafylgi geri það á þeim forsendum að það sé að styðja „liðið“ sitt. Það er stolt af því að halda hollustu við flokkinn sinn sama hvaða stefnu forysta hans tekur. Jafnvel þó þessi stefna samrýmist á engan hátt hagsmunum viðkomandi þá heldur hann samt áfram að styðja „liðið“ sitt. Það segir sig sjálft að það er ekki bara slæmt fyrir hag viðkomandi heldur getur það líka verið slæmt fyrir hag samfélagsins í heild og það er verst af öllu. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að eiga fylgi. Það er hættulegt lýðræðinu og gerir sérhagsmunahópum kleift að ná völdum í gegnum forystu flokka sem „eiga“ mikið kjarnafylgi. Það hefur gerst, það er að gerast og mun halda áfram að gerast ef kjarnafylgisfólkið breytir ekki um hugafar. Eina „liðið“ sem á að skipta máli í kosningum er samfélagið okkar og hvernig við, fólkið í landinu, viljum hafa það þannig að það þjóni okkur sem best og tryggi velferð okkar allra, ekki bara sumra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum talað um að stjórnmálaflokkar eigi ákveðið kjarnafylgi. Mér hefur alltaf þótt það svoldið óþægileg tilhugsun að slíkt skuli yfirhöfuð vera til og það sem er kannski enn verra að hjá sumum stjórnmálaöflum hefur þetta kjarnafylgi verið talið á bilinu 10-20%! En hvað er kjarnafylgi? Jú, það er það fylgi sem stjórnmálaafl getur gengið að vísu sama hvað bjátar á. Svona svipað og að halda með íþróttaliði. Ég t.d. held með Liverpool, það er ekki alltaf búið að vera auðvelt, en ég held samt með þeim og mun alltaf gera. Það kannski gerir mér ekki alltaf gott, sérstaklega ekki þegar illa gengur, en það hefur bara áhrif á mig og mig einan. Að „halda“ með stjórnmálaflokki er hins vegar aldrei gott. Það færir þeim sem eru í forystu á hverjum tíma völd sem hægt er að misnota án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Flokkurinn fær alltaf sinn skerf af atkvæðum frá dyggum stuðningsmönnum og aðhaldið sem hverjum stjórnmálamanni og flokki er nauðsynlegt minnkar og jafnvel hverfur. Þar af leiðandi höfum við verið að horfa upp á það undanfarin ár og áratugi að stjórnmálamenn sækja umboð sitt til almennings með loforðaflaumi rétt á meðan á kosningabaráttunni stendur til þess eins að svíkja þau jafnharðan og halda áfram að verja hagsmuni fárra á kostnað heildarinnar á komandi kjörtímabili. Slæmt fyrir samfélagið Stundum fæ ég það á tilfinninguna að sumt af þessu fólki sem myndar þetta svokallaða kjarnafylgi geri það á þeim forsendum að það sé að styðja „liðið“ sitt. Það er stolt af því að halda hollustu við flokkinn sinn sama hvaða stefnu forysta hans tekur. Jafnvel þó þessi stefna samrýmist á engan hátt hagsmunum viðkomandi þá heldur hann samt áfram að styðja „liðið“ sitt. Það segir sig sjálft að það er ekki bara slæmt fyrir hag viðkomandi heldur getur það líka verið slæmt fyrir hag samfélagsins í heild og það er verst af öllu. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að eiga fylgi. Það er hættulegt lýðræðinu og gerir sérhagsmunahópum kleift að ná völdum í gegnum forystu flokka sem „eiga“ mikið kjarnafylgi. Það hefur gerst, það er að gerast og mun halda áfram að gerast ef kjarnafylgisfólkið breytir ekki um hugafar. Eina „liðið“ sem á að skipta máli í kosningum er samfélagið okkar og hvernig við, fólkið í landinu, viljum hafa það þannig að það þjóni okkur sem best og tryggi velferð okkar allra, ekki bara sumra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar