Þrettán tíma seinkun hjá Wow Air: Aðeins helmingur farþega komst með til Amsterdam Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2016 14:06 Ein af farþegaþotum Wow Air. Vísir/Vilhelm Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira