Hríðfallandi pund Lars Christensen skrifar 19. október 2016 09:00 Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun