Sport

Mousasi: Conor er þroskaheftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor hlær hugsanlega að þessum ummælum.
Conor hlær hugsanlega að þessum ummælum. vísir/getty
UFC-bardagakappinn Gegard Mousasi er ekki í aðdáendaklúbbi Conor McGregor og vandar Íranum ekki kveðjurnar.

Eftir að hann hafði unnið Vitor Belfort á UFC 204 þá gagnrýndi hann sérmeðferðina sem Conor fengi hjá UFC.

Svo virðist vera að Conor hafi séð þessa gagnrýni því Mousasi sagði að Írinn hefði sent sér einkaskilaboð á Twitter sem hefðu innifalið hótanir.

„Þetta rauðhærða fífl er þroskaheft. Ég talaði í viðtalinu um virðingu en það vantar mikið upp á hana hjá honum,“ sagði Mousasi við Ariel Helwani í MMA Hour.

„Hann sendi mér skilaboð á Twitter og ég svaraði hvern fjandann hann ætlaði að gera með sín 50 kíló gegn mér? Þá var fátt um svör. Kom bara eitthvað kjaftæði. Hann er bara aumingi. Hann myndi aldrei að þora að rífa kjaft beint við mig en menn eru rosa hugrakkir á Twitter.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×