Tæklum vandann, ekki afleiðingarnar Starri Reynisson skrifar 18. október 2016 14:16 Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun