Carmelo Anthony hjá NY Knicks var allt annað en ánægður með að vera settur í 15. sætið hjá Slam-tímaritinu yfir bestu leikmenn NBA-deildarinnar.
Þó svo hann sé fúll með þetta mat tímaritsins þá mun hann ekki nota það sem hvatningu í vetur.
„Ég hef alltaf séð um að hvetja mig sjálfur áfram. Ég þarf ekki á svona að halda til þess að kveikja í mér,“ sagði Anthony en í hans augum hefur tímaritið misst allan trúverðugleika með þessum lista.
„Ég kíkti á þetta og þessi listi er bara vanvirðing. Svona er þetta bara en ég var samt frekar hissa. Það er samt ágætt að þeir viti að þeir hafa tapað minni virðingu.“
Melo hefur hæst náð fjórða sæti á lista Slam.
Slam er enn að telja niður á listanum en hér má sjá sæti þrettán til tuttugu.
13. Klay Thompson, Golden State
14. Blake Griffin, LA Clippers
15. Carmelo Anthony, NY Knicks
16. Draymond Green, Golden State
17. John Wall, Washington
18. LaMarcus Aldridge, Spurs
19. Jimmy Butler, Chicago
20. Karl-Anthony Towns, Minnesota
