Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. október 2016 15:25 "Við erum enginn rasistaflokkur," segir Gunnlaugur Ingvarsson. vísir/vilhelm „Ef hinir flokkarnir hlusta ekki á þau varnaðarorð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur fram að færa þá skal ég lofa ykkur því að Íslenska þjóðfylkingin verður innan skamms orðin stærsti flokkur á Íslandi,“ sagði Gunnlaugur Ingvarsson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun. Gunnlaugur sagðist aðspurður finna fyrir hræðslu meðal fólks að opinbera stuðning sinn við flokkinn. „Fólk er hrætt við það að vegna þess að það er hér í gangi svo pólitískur rétttrúnaður og rétthugsun að ég hugsa að þetta sé verra heldur en þetta var nokkurn tímann í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans og Erics Honecker því hér er fólki hreinlega hótað,“ sagði hann og bætti við að hann hefði sjálfur orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna.Íslenska þjóðfylkingin, sem býður fram í öllum kjördæmum, er einna helst þekkt fyrir umdeildar skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. Hefur flokkurinn verið kallaður rasískur, þjóðernisflokkur, flokkur sem ali á andúð á útlendingum og þar fram eftir götunum. Gunnlaugur hafnar því þó alfarið að um sé að ræða rasískan flokk. „Við viljum halda í okkar menningu, í okkar tungu og okkar sérkenni. Við erum enginn rasistaflokkur. Við viljum bjóða útlendinga velkomna sem eru tilbúnir að samlagast okkar þjóðfélaginu og vinna landinu hér gagn. [...] Við erum bara venjulegt fólk. Við erum bara að segja að lærum að reynslu nágrannaþjóða okkar þar sem þessi reynsla er mjög slæm.“ Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Píratar verða til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ef hinir flokkarnir hlusta ekki á þau varnaðarorð sem Íslenska þjóðfylkingin hefur fram að færa þá skal ég lofa ykkur því að Íslenska þjóðfylkingin verður innan skamms orðin stærsti flokkur á Íslandi,“ sagði Gunnlaugur Ingvarsson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun. Gunnlaugur sagðist aðspurður finna fyrir hræðslu meðal fólks að opinbera stuðning sinn við flokkinn. „Fólk er hrætt við það að vegna þess að það er hér í gangi svo pólitískur rétttrúnaður og rétthugsun að ég hugsa að þetta sé verra heldur en þetta var nokkurn tímann í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans og Erics Honecker því hér er fólki hreinlega hótað,“ sagði hann og bætti við að hann hefði sjálfur orðið fyrir aðkasti vegna skoðana sinna.Íslenska þjóðfylkingin, sem býður fram í öllum kjördæmum, er einna helst þekkt fyrir umdeildar skoðanir sínar á málefnum innflytjenda. Hefur flokkurinn verið kallaður rasískur, þjóðernisflokkur, flokkur sem ali á andúð á útlendingum og þar fram eftir götunum. Gunnlaugur hafnar því þó alfarið að um sé að ræða rasískan flokk. „Við viljum halda í okkar menningu, í okkar tungu og okkar sérkenni. Við erum enginn rasistaflokkur. Við viljum bjóða útlendinga velkomna sem eru tilbúnir að samlagast okkar þjóðfélaginu og vinna landinu hér gagn. [...] Við erum bara venjulegt fólk. Við erum bara að segja að lærum að reynslu nágrannaþjóða okkar þar sem þessi reynsla er mjög slæm.“ Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Píratar verða til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent