Sport

Sektirnar mínar eru hærri en laun aumingjanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor og Diaz eftir fimm lotu stríðið sem þeir háðu.
Conor og Diaz eftir fimm lotu stríðið sem þeir háðu. vísir/getty
Vatnsflöskustríðið á blaðamannafundinum fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz reyndist Íranum dýrt.

Íþróttasamband Nevada hefur nefnilega dæmt hann til þess að greiða sekt upp á rúmar 17 milljónir króna. Hann þarf einnig að sinna samfélagsþjónustu í 50 klukkutíma og taka þátt í átaki gegn einelti.

Þetta er miklu harðari dómur en mælt var með í upphafi og ljóst að íþróttasambandið lítur þessa uppákomu afar alvarlegum augum.

Sjá einnig: Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz

Þetta var sögulegur fundur. Conor mætti allt of seint á fundinn. Skömmu eftir að hann settist þá ákvað Diaz að ganga út úr salnum. Þeir skiptust á svívirðingum áður en vatnsflöskum og orkudrykkjardósum var kastað á milli. Það þótti sérstaklega alvarlegt að Írinn hafi kastað dós af Monster-orkudrykk yfir salinn en það hefði getað slasað áhorfanda í salnum.

McGregor hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og segir að svona muni ekki koma fyrir aftur.

„Það var allt undir hjá mér í þessum bardaga og ég hef aldrei lagt eins mikið undir í lífinu. Ég var því ekki alveg með sjálfum mér. Ég mun læra af þessu og reyna að haga mér betur í framtíðinni,“ sagði Conor.

Hann fór svo á Twitter og gerði grín að því að sektirnar hans væru mun hærri en laun flestra annarra í UFC. Conor fékk 344 milljónir króna fyrir bardagann gegn Diaz.

Refsing Diaz verður ákveðin síðar en hann á einnig von á hárri sekt.

MMA

Tengdar fréttir

Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga

UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×