Körfubolti

Ísland með Spáni, Frakklandi eða Serbíu í riðli á EM í körfu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson í leik með Íslandi á Eurobasket 2015.
Haukur Helgi Pálsson í leik með Íslandi á Eurobasket 2015. Vísir/Valli
Íslenska körfuboltalandsliðið verður með á Eurobasket, úrslitakeppni EM í körfubolta, næsta sumar og mun spila leiki sína í Finnlandi eins og varð ljóst í byrjun mánaðarins.

Dregið verður í riðla 22. nóvember næstkomandi en málin eru farin að skýrast aðeins betur eftir fréttir dagsins. Körfuknattleikssamband Íslands segir frá þessu á Fésbókarsíðu sinni.

Ísrael hefur nefnilega samið við Litháen um að Litháen verði þeirra meðskipuleggjendur í riðlinum sem fer fram í Ísrael, líkt og við Íslendingar erum meðskipuleggjendur með vinum okkar Finnum.

Það þýðir bara eitt, Ísland verður með Spáni, Frakklandi eða Serbíu í riðli úr efsta styrkleikaflokki.

Miðasalan á leiki íslenska liðsins hefur gengið vel en KKÍ bendir á það að það er enn hægt að nálgast miða á tix.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×