Dagur Kár Jónsson er genginn til liðs við Grindavíkur en það var staðfest á karfan.is í dag. Dagur samdi við Grindavík til loka tímabilsins.
Rétt áður en þetta var staðfest hafði Vísir samband við Jón Gauta Dagbjartsson hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur sem sagði félagið hafa áhuga á leikmanninum.
Dagur Kár er uppalinn í Stjörnunni en hélt fyrir síðasta tímabil utan til Bandaríkjanna og hóf að leika með háskólaliði St. Francis í New York. Hann ákvað hins vegar að koma heim rétt áður en tímabil númer tvö fór af stað.
Hann var með 4,6 stig og 1,3 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum í leik á sínu fyrsta ári með St. Francis skólanum.
Grindvíkingar þurfa á liðstyrk að halda eftir tvö tapleiki í röð og það er ljóst að Dagur Kár ætti að styrkja liðið mikið. Grindvíkingar unnu tvo fyrstu leiki sína en hafa síðan tapað á móti Íslandsmeisturum KR á útivelli og nýliðum Þórs Ak. á heimavelli.
Vísir hafði einnig samband við Ingva Hákonarson, formann körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, og Skarphéðinn Eiríksson, formann körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem staðfestu að Dagur Kár væru ekki á leið til þeirra félaga.
Dagur Kár kominn til Grindavíkur

Tengdar fréttir

Dagur Kár á heimleið: „Hann finnur sér góðan stað til að spila á“
Bakvörðurinn kemur heim eftir eins árs dvöl í háskóla í Bandaríkjunum og aftur í Domino's-deildina.