Tæklum spillinguna Jón Þór Ólafsson skrifar 28. október 2016 07:00 Sem markaðssinni sem mælist til hægri í stjórnmálum er mér ljóst að hægri flokkarnir eru illfærir um að efla virka samkeppni, skattaeftirlit og tækla spillingu vegna hagsmunatengsla. Hagsmunatengslin eru skiljanleg því með því að nota almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa ráðandi flokkar fengið aðstoð sérhagsmunaaðila við atkvæðaveiðar. Píratar eru til af því að Internetið og samfélagsmiðlarnir hafa breytt þessu. Í dag þarf ekki aðstoð sérhagsmunaaðila til að ná til kjósenda. Núna er því tækifæri til að tækla þessa óþarfa spillingu sem skilar aðeins velmegun fyrir mjög fáa á kostnað okkar allra. Fyrrverandi saksóknari, Eva Joly, hefur boðist til að aðstoða Pírata við að stöðva brot í skattaskjólum. Samkeppniseftirlitið segir að bann við stjórnarsetu yfirstjórnenda sem brjóta samkeppnislög og það að auðvelda skaðabótamál gegn lögbrjótunum muni bíta. Það er fámennur hópur sem mannar flestar stjórnir stórfyrirtækja í landinu. Sameinuðu þjóðirnar vilja senda sérfræðinga til að aðstoða okkur við að leiða í lög samninginn gegn spillingu sem Ísland samþykkti fyrir sex árum. Minni spilling og virkari samkeppni þýðir meiri verðmætasköpun og hagkvæmara rekstrarumhverfi fyrir langflesta. Spilling er sóun. Það besta sem gerðist fyrir flest Sjálfstæðisfólk og aðra markaðssinna væri umbótastjórn Pírata svo þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda neyðist forystan til að sinna betur grunnstefnu flokksins í stað sérhagsmunagæslu. Miðju-vinstristjórn sem færir okkur markaðsverð fyrir auðlindirnar og aðrar ríkiseignir, stóreflir heilbrigðisþjónustuna, tæklar spillingu, eykur virka samkeppni og eflir lýðræðið með nýju stjórnarskránni er í dag farsæl fyrir framtíð flestra sem hallast til hægri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sem markaðssinni sem mælist til hægri í stjórnmálum er mér ljóst að hægri flokkarnir eru illfærir um að efla virka samkeppni, skattaeftirlit og tækla spillingu vegna hagsmunatengsla. Hagsmunatengslin eru skiljanleg því með því að nota almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa ráðandi flokkar fengið aðstoð sérhagsmunaaðila við atkvæðaveiðar. Píratar eru til af því að Internetið og samfélagsmiðlarnir hafa breytt þessu. Í dag þarf ekki aðstoð sérhagsmunaaðila til að ná til kjósenda. Núna er því tækifæri til að tækla þessa óþarfa spillingu sem skilar aðeins velmegun fyrir mjög fáa á kostnað okkar allra. Fyrrverandi saksóknari, Eva Joly, hefur boðist til að aðstoða Pírata við að stöðva brot í skattaskjólum. Samkeppniseftirlitið segir að bann við stjórnarsetu yfirstjórnenda sem brjóta samkeppnislög og það að auðvelda skaðabótamál gegn lögbrjótunum muni bíta. Það er fámennur hópur sem mannar flestar stjórnir stórfyrirtækja í landinu. Sameinuðu þjóðirnar vilja senda sérfræðinga til að aðstoða okkur við að leiða í lög samninginn gegn spillingu sem Ísland samþykkti fyrir sex árum. Minni spilling og virkari samkeppni þýðir meiri verðmætasköpun og hagkvæmara rekstrarumhverfi fyrir langflesta. Spilling er sóun. Það besta sem gerðist fyrir flest Sjálfstæðisfólk og aðra markaðssinna væri umbótastjórn Pírata svo þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda neyðist forystan til að sinna betur grunnstefnu flokksins í stað sérhagsmunagæslu. Miðju-vinstristjórn sem færir okkur markaðsverð fyrir auðlindirnar og aðrar ríkiseignir, stóreflir heilbrigðisþjónustuna, tæklar spillingu, eykur virka samkeppni og eflir lýðræðið með nýju stjórnarskránni er í dag farsæl fyrir framtíð flestra sem hallast til hægri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun