
Tímamót í tónheimum
Lýstum við einlægum áhuga á framgangi slíkra hugmynda og hefðum báðir á sínum tíma vissulega kosið að geta átt kost á slíku námi hérlendis. Í niðurlagi greinarinnar gátum við þess hve merk tímamót slíkur skóli gæti markað í íslensku tónlistarlífi og menntun tónlistarnemenda.
Það eru því mikil gleðitíðindi að þetta skuli nú hafa gengið farsællega eftir og að frá og með næsta skólaári standi tónlistarnemendum hérlendis til boða ný námsbraut sem gerir þeim kleift að ljúka framhaldsskólanámi í einum sameinuðum skóla með tónlist sem aðalfag.
Þetta þarfa og tímabæra framtak mun þegar hjá líður standa sem einn af merkustu bautasteinum ráðherratíðar Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kveður nú stjórnmálin eftir glæstan feril. Hann hefur að auki m.a. beitt sér fyrir auknum framlögum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stofnun nýs Hljóðritasjóðs, endurreisn Innheimtumiðstöðvar gjalda af höfundarvörðu efni, stutt myndarlega við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, þ.m.t. Útflutningsjóð íslenskrar tónlistar, tryggt Íslensku óperunni rekstrarframlög til 5 ára og almennt reynst stétt tónlistarfólks og tónlistarunnenda afar öflugur haukur í horni.
Um leið og við kveðjum þennan atorkusama atfylgismann hinna skapandi greina, viljum við þakka öll þau góðu verk sem unnin hafa verið í þágu greinarinnar undir hans forystu og leiða munu til vaxandi blómgunar og velsældar í íslensku tónlistarlífi.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar