Handbolti

Logi Geirsson markahæstur er stjörnum prýtt lið Þróttar Vogum fékk skell á Nesinu | Myndir

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Bjarki Sigurðsson, einn besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi, spilaði með Þrótti í kvöld og skoraði eitt mark.
Bjarki Sigurðsson, einn besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi, spilaði með Þrótti í kvöld og skoraði eitt mark. vísir/hanna
Grótta lagði Þrótt Vogum, 33-23, í 32 liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í kvöld. Lið Þróttar Vogum tekur bara þátt í bikarkeppni HSÍ á hverju ári og mætir árlega með stjörnum prýtt lið leikmanna sem eru hættir.

Í kvöld voru í liði Þróttar Vogum leikmenn á borð við Loga Geirsson, sem var markahæstur ásamt Stefáni Baldvin Stefánssyni með sex mörk, Sigurð Eggertsson, Bjarka Sigurðsson, Guðlaug Arnarsson, Birki Ívar Guðmundsson og Þóri Ólafsson. Nóg af landsliðsreynslu.

Þróttarar héldu í við Gróttu í fyrri hálfleik en Olís-deildarliðið var aðeins einu marki yfir eftir 30 mínútur, 13-12. Í síðari hálfleik voru stjörnurnar sprungnar og landaði Grótta auðveldum tíu marka sigri, 33-23.

Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur á vellinum með ellefu mörk en Júlíus Þórir Stefánsson skoraði sjö fyrir heimamenn sem verða í pottinum þegar dregið verður til 16 liða úrslitanna.

Grótta - Þróttur Vogum 33-23

Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 11, Júlíus Þórir Stefánsson 7, Aron Dagur Pálsson 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 5, Kristján Þór Karlsson 2, Þórir Bjarni Traustason 1, Hlynur Rafn Guðmundsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.

Mörk Þróttar Vogum: Logi Geirsson 6, Stefán Baldvin Stefánsson 6, Haraldur Þorvarðarson 3, Heimir Örn Árnason 3, Sigurður Eggertsson 2, Hjalti Pálmason 1, Bjarki Sigurðsson 1, Þórir Ólafsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×