Skuldum við eldra fólki eitthvað? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. október 2016 13:58 Það er von að sé spurt. Í aðdraganda kosninganna hefur komið fram að kjósendur telja málefni eldra fólks með þeim mikilvægustu fyrir kosningar. Fólk er greinilega að velta fyrir sér hvort staðan í málefnum aldraðra sé náttúrulögmál. Hvort það sé sjálfsagt að vanvirða eldra fólk með því að þvæla því á milli staða og jafnvel landshluta í leit að úrræðum, og hvort það sé bara allt í lagi að eldra fólk bíði lengur en aðrir eftir sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að snúa af þeirri braut að líta á þjónustu eða búsetuúrræði fyrir eldra fólk sem ölmusu. Við þurfum að endurforrita okkur sjálf. Við þurfum að skilja að eldra fólk er fólk alveg eins og aðrir, með væntingar, vonir og þrár. Kynslóðin sem fæddist milli heimsstyrjalda er sú sem byggði upp heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almanntryggingakerfið. Sú sem skilaði samfélaginu til okkar hinna þannig að við gætum haldið áfram að gera það betra. Allar kynslóðir eiga að tryggja að þær sem á undan komu geti búið með reisn og notið þess að vera hluti af samfélagi. Geti tekið þátt, en upplifi sig ekki sem byrði. Hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að samfélagsleg staða þeirra ráði því ekki hvort þau fái hana eða ekki. Það er mikilvægt, alveg eins og allir eru sammála um mikilvægi þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Samfélag sem ekki ber virðingu fyrir og hefur skilning á hvaðan það kemur, mun á endanum ekki vita hvert það er að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er von að sé spurt. Í aðdraganda kosninganna hefur komið fram að kjósendur telja málefni eldra fólks með þeim mikilvægustu fyrir kosningar. Fólk er greinilega að velta fyrir sér hvort staðan í málefnum aldraðra sé náttúrulögmál. Hvort það sé sjálfsagt að vanvirða eldra fólk með því að þvæla því á milli staða og jafnvel landshluta í leit að úrræðum, og hvort það sé bara allt í lagi að eldra fólk bíði lengur en aðrir eftir sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að snúa af þeirri braut að líta á þjónustu eða búsetuúrræði fyrir eldra fólk sem ölmusu. Við þurfum að endurforrita okkur sjálf. Við þurfum að skilja að eldra fólk er fólk alveg eins og aðrir, með væntingar, vonir og þrár. Kynslóðin sem fæddist milli heimsstyrjalda er sú sem byggði upp heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almanntryggingakerfið. Sú sem skilaði samfélaginu til okkar hinna þannig að við gætum haldið áfram að gera það betra. Allar kynslóðir eiga að tryggja að þær sem á undan komu geti búið með reisn og notið þess að vera hluti af samfélagi. Geti tekið þátt, en upplifi sig ekki sem byrði. Hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að samfélagsleg staða þeirra ráði því ekki hvort þau fái hana eða ekki. Það er mikilvægt, alveg eins og allir eru sammála um mikilvægi þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Samfélag sem ekki ber virðingu fyrir og hefur skilning á hvaðan það kemur, mun á endanum ekki vita hvert það er að fara.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar