Skuldum við eldra fólki eitthvað? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. október 2016 13:58 Það er von að sé spurt. Í aðdraganda kosninganna hefur komið fram að kjósendur telja málefni eldra fólks með þeim mikilvægustu fyrir kosningar. Fólk er greinilega að velta fyrir sér hvort staðan í málefnum aldraðra sé náttúrulögmál. Hvort það sé sjálfsagt að vanvirða eldra fólk með því að þvæla því á milli staða og jafnvel landshluta í leit að úrræðum, og hvort það sé bara allt í lagi að eldra fólk bíði lengur en aðrir eftir sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að snúa af þeirri braut að líta á þjónustu eða búsetuúrræði fyrir eldra fólk sem ölmusu. Við þurfum að endurforrita okkur sjálf. Við þurfum að skilja að eldra fólk er fólk alveg eins og aðrir, með væntingar, vonir og þrár. Kynslóðin sem fæddist milli heimsstyrjalda er sú sem byggði upp heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almanntryggingakerfið. Sú sem skilaði samfélaginu til okkar hinna þannig að við gætum haldið áfram að gera það betra. Allar kynslóðir eiga að tryggja að þær sem á undan komu geti búið með reisn og notið þess að vera hluti af samfélagi. Geti tekið þátt, en upplifi sig ekki sem byrði. Hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að samfélagsleg staða þeirra ráði því ekki hvort þau fái hana eða ekki. Það er mikilvægt, alveg eins og allir eru sammála um mikilvægi þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Samfélag sem ekki ber virðingu fyrir og hefur skilning á hvaðan það kemur, mun á endanum ekki vita hvert það er að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Það er von að sé spurt. Í aðdraganda kosninganna hefur komið fram að kjósendur telja málefni eldra fólks með þeim mikilvægustu fyrir kosningar. Fólk er greinilega að velta fyrir sér hvort staðan í málefnum aldraðra sé náttúrulögmál. Hvort það sé sjálfsagt að vanvirða eldra fólk með því að þvæla því á milli staða og jafnvel landshluta í leit að úrræðum, og hvort það sé bara allt í lagi að eldra fólk bíði lengur en aðrir eftir sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að snúa af þeirri braut að líta á þjónustu eða búsetuúrræði fyrir eldra fólk sem ölmusu. Við þurfum að endurforrita okkur sjálf. Við þurfum að skilja að eldra fólk er fólk alveg eins og aðrir, með væntingar, vonir og þrár. Kynslóðin sem fæddist milli heimsstyrjalda er sú sem byggði upp heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almanntryggingakerfið. Sú sem skilaði samfélaginu til okkar hinna þannig að við gætum haldið áfram að gera það betra. Allar kynslóðir eiga að tryggja að þær sem á undan komu geti búið með reisn og notið þess að vera hluti af samfélagi. Geti tekið þátt, en upplifi sig ekki sem byrði. Hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að samfélagsleg staða þeirra ráði því ekki hvort þau fái hana eða ekki. Það er mikilvægt, alveg eins og allir eru sammála um mikilvægi þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Samfélag sem ekki ber virðingu fyrir og hefur skilning á hvaðan það kemur, mun á endanum ekki vita hvert það er að fara.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar