Sport

UFC staðfestir að Gunnar mun ekki berjast í Belfast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður því miður ekkert af þessum bardaga. Ekki á næstunni hið minnsta.
Það verður því miður ekkert af þessum bardaga. Ekki á næstunni hið minnsta. mynd/UFC
Það er nú endanlega orðið ljóst að Gunnar Nelson mun ekki berjast við Kóreubúann Dong Hyun Kim í Belfast þann 19. nóvember.

Á sunnudag greindi MMA-blaðamaðurinn Ariel Helwani að búið væri að blása bardagann af vegna meiðsla Gunnars. Sú frétt reyndist rétt hjá Helwani því UFC staðfesti í morgun að Gunnar gæti ekki barist vegna meiðsla.

Í staðinn mun Gegard Mousasi taka á móti Uriah Hall í aðalbardaga kvöldsins í Belfast.

Gunnar meiddist illa á ökkla á æfingu í Írlandi er hann var staddur ytra til þess að auglýsa bardagakvöldið. Hann hefur því miður ekki náð sér góðum af þeim meiðslum og mun því líklega ekki berjast aftur á þessu ári.

Gunnar barðist síðast við Albert Tumenov í maí og kláraði Rússann í fyrstu lotu.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×