Fékk óblíðar móttökur í heimkomunni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 07:00 Brock Osweiler heyrði oft lítið fyrir baulinu í áhorfendum. Vísir/Getty Brock Osweiler varð NFL-meistari með Denver Broncos í fyrra. Hann leysti af Payton Manning þegar þess var þörf. Þegar Manning lagði skóna á hilluna eftir tímabilið bjuggust allir við því að Osweiler tæki við keflinu. Það fór ekki svo. Osweiler elti risasamning og fór til Houston Texans og NFL-meistarar Denver Broncos misstu því báða leikstjórnendur sína á sama bretti. Þetta var spurning um peninga en samt var ekkert rosalega mikill munur. Denver Broncos bauð 16 milljónir dollara á ári en hann fékk 18 milljón dollara á ári frá Houston Texans. Tvær milljónir dollara eru samt 229 milljónir íslenskra króna. Brock Osweiler snéri aftur til Denver í Mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt og það er óhætt að segja að hann hafi fengið þar óblíðar móttökur, bæði inn á vellinum sem og frá stuðningsmönnum Broncos í stúkunni. Stuðningsmenn Denver Broncos púuðu á sinn gamla leikmann við hvert tækifæri sem komst síðan lítið áleiðis inn á vellinum á móti öflugum varnarmönnum Denver. Brock Osweiler talaði um ást sína á Denver Broncos en fékk ekkert nema hatur til baka. Denver Broncos vann á endanum öruggan 27-9 sigur. Grimmir varnarmenn Denver-liðsins sóttu að Brock Osweiler úr öllum áttum og aðeins 22 af 41 sendingum hans heppnuðust. Osweiler náði ekki að kasta fyrir snertimarki og missti síðan boltann í lokaleikhlutanum sem gerði endanlega út um leikinn. Houston Texans liðið var reyndar 6-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann þökk sé tveimur vallarmörkum en NFL-meistararnir voru komnir í 14-6 í hálfleik og unnu svo öruggan sigur. Nýliðinn Trevor Siemian fyllti í skarð þeirra Payton Manning og Brock Osweiler og hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili þar sem Denver-liðið hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum. Spekingarnir í ameríska fótboltanum munu örugglega keppast við að gagnrýna ákvörðun Osweiler í þessari viku en hann er kannski fegnastur að vera búinn með þennan leik. Það er nóg eftir af tímabilinu því Houston Texans hefur unnið 4 af 7 leikjum sínum og er efst í sínum riðli er suðurriðill Ameríkudeildarinnar.Brock Osweiler og Trevor Siemian eftir leik.Vísir/GettyBrock Osweiler's 3.2 yards per pass attempt vs @Broncos is 3rd-fewest in a single game by a player with 40+ attempts in the Super Bowl era— NFL Research (@NFLResearch) October 25, 2016 NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Brock Osweiler varð NFL-meistari með Denver Broncos í fyrra. Hann leysti af Payton Manning þegar þess var þörf. Þegar Manning lagði skóna á hilluna eftir tímabilið bjuggust allir við því að Osweiler tæki við keflinu. Það fór ekki svo. Osweiler elti risasamning og fór til Houston Texans og NFL-meistarar Denver Broncos misstu því báða leikstjórnendur sína á sama bretti. Þetta var spurning um peninga en samt var ekkert rosalega mikill munur. Denver Broncos bauð 16 milljónir dollara á ári en hann fékk 18 milljón dollara á ári frá Houston Texans. Tvær milljónir dollara eru samt 229 milljónir íslenskra króna. Brock Osweiler snéri aftur til Denver í Mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt og það er óhætt að segja að hann hafi fengið þar óblíðar móttökur, bæði inn á vellinum sem og frá stuðningsmönnum Broncos í stúkunni. Stuðningsmenn Denver Broncos púuðu á sinn gamla leikmann við hvert tækifæri sem komst síðan lítið áleiðis inn á vellinum á móti öflugum varnarmönnum Denver. Brock Osweiler talaði um ást sína á Denver Broncos en fékk ekkert nema hatur til baka. Denver Broncos vann á endanum öruggan 27-9 sigur. Grimmir varnarmenn Denver-liðsins sóttu að Brock Osweiler úr öllum áttum og aðeins 22 af 41 sendingum hans heppnuðust. Osweiler náði ekki að kasta fyrir snertimarki og missti síðan boltann í lokaleikhlutanum sem gerði endanlega út um leikinn. Houston Texans liðið var reyndar 6-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann þökk sé tveimur vallarmörkum en NFL-meistararnir voru komnir í 14-6 í hálfleik og unnu svo öruggan sigur. Nýliðinn Trevor Siemian fyllti í skarð þeirra Payton Manning og Brock Osweiler og hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili þar sem Denver-liðið hefur unnið 5 af 7 leikjum sínum. Spekingarnir í ameríska fótboltanum munu örugglega keppast við að gagnrýna ákvörðun Osweiler í þessari viku en hann er kannski fegnastur að vera búinn með þennan leik. Það er nóg eftir af tímabilinu því Houston Texans hefur unnið 4 af 7 leikjum sínum og er efst í sínum riðli er suðurriðill Ameríkudeildarinnar.Brock Osweiler og Trevor Siemian eftir leik.Vísir/GettyBrock Osweiler's 3.2 yards per pass attempt vs @Broncos is 3rd-fewest in a single game by a player with 40+ attempts in the Super Bowl era— NFL Research (@NFLResearch) October 25, 2016
NFL Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira