Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2016 06:00 Takk og bless. Snorri Steinn yfirgefur nú landsliðið eftir afar gifturíkan landsliðsferil sem spannaði heil fimmtán ár. vísir/eva „Þegar maður hefur verið í þessu svona lengi, þá er þetta ekki bara fluga sem maður fær í höfuðið og slær til. Þetta er búið að gerjast í mér í þó nokkurn tíma,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, en hann tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Snorri er annar silfurdrengjanna frá Peking sem leggur landsliðsskóna á hilluna á skömmum tíma en Alexander Petersson tók einnig ákvörðun um að hætta með landsliðinu á dögunum. Snorri spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Noregi þann 2. nóvember árið 2001. Landsliðsferill hans spannar því nærri 15 ár og eina 257 landsleiki. Á ferlinum fór Snorri á 14 stórmót með landsliðinu og vann til tvennra verðlauna; á ÓL árið 2008 og á EM í Austurríki árið 2010. „Auðvitað var þetta gríðarlega erfið ákvörðun og líklega með erfiðari ákvörðunum sem ég hef tekið sem handboltamaður. Það er engin ein ástæða fyrir því að ég hætti núna. Það er hitt og þetta. Einhvern tímann kemur tími á þetta hjá öllum og mér fannst þetta vera fínn tímapunktur fyrir mig til þess að stíga til hliðar. Tilfinningin og hjartað sagði mér að gera þetta og það er oft gott að fylgja því,“ segir Snorri Steinn og getur ekki neitað því að verða svolítið meyr er hann hugsar til þess að eiga aldrei aftur eftir að spila fyrir landsliðið. „Það er óhætt að segja það og ég er ekkert feiminn við það. Það er að ljúka risakafla hjá mér og það er ekkert leyndarmál að landsliðið hefur gefið mér mínar skemmtilegustu og erfiðustu stundir ferilsins. Áður fyrr þoldi maður ekki einhverja hluti í landsliðinu en þegar þetta er búið þá þykir manni vænt um allan tímann í heild sinni. Mér þykir alveg jafn vænt um verstu stundirnar og þær bestu. Ég á eftir að sakna allra þessara stunda og ég held að það sé óeðlilegt að sakna þeirra ekki. Ég vona að ég eigi eftir að sakna þeirra. Að ég hafi ekki eytt fimmtán árum í eitthvað sem ég mun ekki sakna.“graf/fréttablaðiðSnorri viðurkennir að tilhugsunin um að horfa á landsliðið á næstunni og geta ekkert gert uppi í sófa heima hjá sér sé óneitanlega sérstök. „Það verður erfitt. Ég held að það sé enginn tímapunktur auðveldur til að hætta. Ég held að fyrstu leikirnir og stórmótin sem ég missi af verði skrítinn tími. Ég á örugglega eftir að horfa á þetta meira sem leikmaður og það eru örugglega einhver mót í að ég fari að horfa á landsliðið sem handboltaunnandi í sófanum með bjór,“ segir Snorri Steinn léttur, en hvað stendur upp úr á landsliðsferlinum? „Það eru auðvitað þessir tveir verðlaunapeningar sem munu standa upp úr. Þegar maður finnur að þetta er búið þá verður maður svolítið meyr og fer að þykja vænt um alls konar hluti. Ég ætla ekki að þylja upp marga hluti núna þó svo að hver nótt með Robba hafi verið gulls ígildi,“ segir Snorri Steinn kíminn en þar á hann við línumanninn Róbert Gunnarsson sem hefur verið herbergisfélagi hans í landsliðinu um árabil. Leikstjórnandinn magnaði er orðinn 35 ára gamall og mun ekki leggja handboltaskóna á hilluna alveg strax. Hann er leikmaður hjá Nimes í Frakklandi þar sem hann hefur spilað ótrúlega vel. „Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi mínum við félagið og við fjölskyldan erum farin að horfa heim. Þetta er búinn að vera langur tími ytra og verða 15 ár ef ég klára samninginn hérna,“ segir Snorri Steinn sem hefur þegar tekið ákvörðun um framhaldið er hann kemur heim. „Það er ekkert leyndarmál að ég ætla mér út í þjálfun. Mér finnst það spennandi tilhugsun. Svo verður að koma í ljós hvað verður úr því. Kannski verð ég ömurlegur þjálfari. Ef ég spila einhvern leik eftir að ég kem heim þá verður það með Val. Ef ég þjálfa eitthvert annað lið þá mun ég ekki spila fyrir það. Bara þjálfa það. Ég þori alveg að segja það og stend vonandi við það. Þetta eru bara vangaveltur sem ég er samt ekki að spá mikið í núna. Það var nógu erfitt að hætta með landsliðinu.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
„Þegar maður hefur verið í þessu svona lengi, þá er þetta ekki bara fluga sem maður fær í höfuðið og slær til. Þetta er búið að gerjast í mér í þó nokkurn tíma,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, en hann tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Snorri er annar silfurdrengjanna frá Peking sem leggur landsliðsskóna á hilluna á skömmum tíma en Alexander Petersson tók einnig ákvörðun um að hætta með landsliðinu á dögunum. Snorri spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Noregi þann 2. nóvember árið 2001. Landsliðsferill hans spannar því nærri 15 ár og eina 257 landsleiki. Á ferlinum fór Snorri á 14 stórmót með landsliðinu og vann til tvennra verðlauna; á ÓL árið 2008 og á EM í Austurríki árið 2010. „Auðvitað var þetta gríðarlega erfið ákvörðun og líklega með erfiðari ákvörðunum sem ég hef tekið sem handboltamaður. Það er engin ein ástæða fyrir því að ég hætti núna. Það er hitt og þetta. Einhvern tímann kemur tími á þetta hjá öllum og mér fannst þetta vera fínn tímapunktur fyrir mig til þess að stíga til hliðar. Tilfinningin og hjartað sagði mér að gera þetta og það er oft gott að fylgja því,“ segir Snorri Steinn og getur ekki neitað því að verða svolítið meyr er hann hugsar til þess að eiga aldrei aftur eftir að spila fyrir landsliðið. „Það er óhætt að segja það og ég er ekkert feiminn við það. Það er að ljúka risakafla hjá mér og það er ekkert leyndarmál að landsliðið hefur gefið mér mínar skemmtilegustu og erfiðustu stundir ferilsins. Áður fyrr þoldi maður ekki einhverja hluti í landsliðinu en þegar þetta er búið þá þykir manni vænt um allan tímann í heild sinni. Mér þykir alveg jafn vænt um verstu stundirnar og þær bestu. Ég á eftir að sakna allra þessara stunda og ég held að það sé óeðlilegt að sakna þeirra ekki. Ég vona að ég eigi eftir að sakna þeirra. Að ég hafi ekki eytt fimmtán árum í eitthvað sem ég mun ekki sakna.“graf/fréttablaðiðSnorri viðurkennir að tilhugsunin um að horfa á landsliðið á næstunni og geta ekkert gert uppi í sófa heima hjá sér sé óneitanlega sérstök. „Það verður erfitt. Ég held að það sé enginn tímapunktur auðveldur til að hætta. Ég held að fyrstu leikirnir og stórmótin sem ég missi af verði skrítinn tími. Ég á örugglega eftir að horfa á þetta meira sem leikmaður og það eru örugglega einhver mót í að ég fari að horfa á landsliðið sem handboltaunnandi í sófanum með bjór,“ segir Snorri Steinn léttur, en hvað stendur upp úr á landsliðsferlinum? „Það eru auðvitað þessir tveir verðlaunapeningar sem munu standa upp úr. Þegar maður finnur að þetta er búið þá verður maður svolítið meyr og fer að þykja vænt um alls konar hluti. Ég ætla ekki að þylja upp marga hluti núna þó svo að hver nótt með Robba hafi verið gulls ígildi,“ segir Snorri Steinn kíminn en þar á hann við línumanninn Róbert Gunnarsson sem hefur verið herbergisfélagi hans í landsliðinu um árabil. Leikstjórnandinn magnaði er orðinn 35 ára gamall og mun ekki leggja handboltaskóna á hilluna alveg strax. Hann er leikmaður hjá Nimes í Frakklandi þar sem hann hefur spilað ótrúlega vel. „Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi mínum við félagið og við fjölskyldan erum farin að horfa heim. Þetta er búinn að vera langur tími ytra og verða 15 ár ef ég klára samninginn hérna,“ segir Snorri Steinn sem hefur þegar tekið ákvörðun um framhaldið er hann kemur heim. „Það er ekkert leyndarmál að ég ætla mér út í þjálfun. Mér finnst það spennandi tilhugsun. Svo verður að koma í ljós hvað verður úr því. Kannski verð ég ömurlegur þjálfari. Ef ég spila einhvern leik eftir að ég kem heim þá verður það með Val. Ef ég þjálfa eitthvert annað lið þá mun ég ekki spila fyrir það. Bara þjálfa það. Ég þori alveg að segja það og stend vonandi við það. Þetta eru bara vangaveltur sem ég er samt ekki að spá mikið í núna. Það var nógu erfitt að hætta með landsliðinu.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05
Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09