Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 08:27 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. Björgvin Páll segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag og þá er einnig frétt um nýjan markvörð Haukaliðsins inn á heimasíðu félagsins. Björgvin Páll hefur spilað með þýska liðinu Bergischer HC frá árinu 2013. „Þetta kemur kannski mörgum á óvart að ég skuli á þessum tímapunkta á ferlinum taka þennan slag að koma heim og leika á Íslandi en ástæðan fyrir því er einföld. Mig langar það!,“ skrifa Björgvin Páll Gústavsson á fésbókinni og bætir við: „Ég spurði sjálfan mig að einfaldri spurningu „Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?“. Alltaf komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langar að fara til Íslands, mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ skrifar Björgvin Páll. Björgvin Páll skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka en hann mun einnig vera aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar. Gunnar staðfesti það við íþróttadeild 365 í morgun. Björgvin Páll Gústavsson er 31 árs gamall en hann hefur spilað sem atvinnumaður undanfarin níu ár, bæði í Sviss og Þýskalandi. Hann hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin átta ár og var lykilmaður þegar Ísland vann silfrið á ÓL í Peking 2008 og bronsið á EM í Austurríki 2010. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. Björgvin Páll segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag og þá er einnig frétt um nýjan markvörð Haukaliðsins inn á heimasíðu félagsins. Björgvin Páll hefur spilað með þýska liðinu Bergischer HC frá árinu 2013. „Þetta kemur kannski mörgum á óvart að ég skuli á þessum tímapunkta á ferlinum taka þennan slag að koma heim og leika á Íslandi en ástæðan fyrir því er einföld. Mig langar það!,“ skrifa Björgvin Páll Gústavsson á fésbókinni og bætir við: „Ég spurði sjálfan mig að einfaldri spurningu „Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?“. Alltaf komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langar að fara til Íslands, mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ skrifar Björgvin Páll. Björgvin Páll skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka en hann mun einnig vera aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar. Gunnar staðfesti það við íþróttadeild 365 í morgun. Björgvin Páll Gústavsson er 31 árs gamall en hann hefur spilað sem atvinnumaður undanfarin níu ár, bæði í Sviss og Þýskalandi. Hann hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins undanfarin átta ár og var lykilmaður þegar Ísland vann silfrið á ÓL í Peking 2008 og bronsið á EM í Austurríki 2010.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40